Þessi dagbók þarf að fara aftur í umferð

Það er ár og öld síðan ég notaði dagbókina reglulega síðast...

Ég var alltaf mikilvæg fyrir mig, sérstaklega þegar það kemur að því að muna eftir hvað hefur komið fyrir mig í gegnum árin. Ég á það til að gleyma flestu neikvæðu og horfa bara á hvað er að gerast núna, ef ég er heppin þá næ ég kannski að horfa lengra í framtíðina líka.

Hef varla verið að gera margt annað á netinu undan farin 6 árin en að sjá um discord server fyrir íslenska furry samfélagið, meðfram náminu og umfram. Og núna þar sem ég lauk náminu fyrir löngu virðist vera, þá hef ég staðið í stað. Ég hef varla teiknað neitt nema örstaka mynd annað slagið. Ég hef ekki gert neitt fyrir sjálfan mig. Engin framför.

Strákarnir mínir orðnir mjög sjálfstæðir, geta farið út að leika án eftirfylgdar og þannig lagað. Þessi snjallúr með GPS og síma sambandi er svakaleg bylting í því, auðveld samskipti, maður er alltaf innan handar (ef þeir eru þá með úrin á sér).

Ég vil gjarnan komast aftur inn í lífið. Að teikna, að lifa, að gera hluti, eyða tíma með vinum...

Art Fight

Ég skráði mig í svolítið sem kallast art fight sem er hreinasta snild fyrir mig. Ég hef alltaf haft gaman af því að gera myndlista-skipti eða einfaldlega gefa myndir, og þetta art fight gengur alveg út á það. Maður gerir "árás" á einhvern með því að velja persónu og teikna hana, enginn bardagi eða neitt, og viðkomandi getur ákveðið að "verja sig" með því að teikna eina af mínum persónum. Hvernig stendur á því að ég hafi ekki tekið þátt í þessu fyrr en nú? Hef vitað af þessu í nokkur ár. Þetta er árlegur viðburður sem gerist í Júlí, og gott að undirbúa sig örlítið fyrr til þess að hafa upplýsingar um persónurnar þínar tilbúnar svo aðrir geti nú teiknað þær.

Þetta fær mig til að hugsa um þá tíma sem ég var alltaf að gera svona myndlistaskipti á LiveJournal (exported allar mínar færslur þar fyrir löngu og hlóð þeim inn á þessu wordpress).

DeviantArt

Það er svo einstaklega langt síðan ég hef verið virk í myndlist, svo langt að ég tók ekki eftir því hvað uppáhalds myndagallerí síðan mín hefur farið til fjandans. Var að taka eftir tilboði fyrir Core áskrift, og það virtist allt ganga út á gróða og AI sköpuð list svo þú þurfir ekki að skoða myndlist annara listamanna.

DeviantART virðist hafa gleymt tilgangi sínum, og vill bara búa til myndlist fyrir þig með AI í staðinn... algjört rugl. Jafnvel veföryggi er premium hjá þeim, two-factor-authentication er bara fyrir Core meðlimi.

Kominn tími til að losa sig við aðganginn þarna. Ekkert endist að eilífu. Er nú þegar með einkagallerí á síðunni minni, ætti bara að fínpússa það. Eða skoða aðra valkosti. Ég hætti að hafa áhuga á að uppfæra furaffinity galleríið mitt fyrir löngu af því mér fannst sú síða innihalda svo mikið rugl. En það er margfalt betra en deviantART þessa dagana, þrátt fyrir að það hefur ekkert einkaskilaboðakerfi (ekki eins og ég hafi notað það mikið á deviantART).

Vefþróun

Kominn tími til að nota allt þetta sem ég hef lært og kunni áður, að standa ekki lengur í stað og styðjast við gagnlausar afsakanir. Imposter Syndrome er alveg svakalegt, og það verður ekkert skárra ef ég viðheld ekki þessari kunnáttu með einhverjum verkefnum. Að uppfæra galleríið mitt hérna á síðunni minni er gott verkefni til að byrja með. Gera loksins flotta síðu fyrir hópinn sem ég eyði tíma með.

Ég kann ansi margt og er einstaklega fljót að læra nýja hluti eða rifja þá upp.

Nýjir Tímar

Ég þarf að hugsa betur um sjálfan mig, hvað er gott fyrir mig á bæði líkamlega og hugrænt. Ég er strax að verða spennt við tilhugsunina að fara stunda myndlist aftur. Fékk mér þetta flotta myndlistaforrit Corel Painter 2022 fyrir skít og kanil á Humble Bundle fyrir tveimur árum og þarf virkilega að læra á það. Þetta forrit hefur svo margt upp á að bjóða ef þú hefur áhuga á einhverju sem getur virkilega hermt eftir raunverulegri myndlistatækni, eins og málingu. Það hefur jafnvel raunverulega vatnsmálingu (ef tölvan þín er nógu öflug til að vinna úr því til að herma eftir hvernig alvöru vatnsmáling hegðar sér og þornar).

Svo virðist vera að Corel Painter kemur á Humble Bundle á hverju ári, svo endilega hafa augun opin fyrir forrita pökkunum þeirra.

Tími fyrir reglulegar dagbókafærslur

Léleg þjónusta sem endurtekur sig

Hef ekkert gott að segja um Tölvulistann, lágt verð er ekki einu sinni þess virði til að fara þangað. Í gegnum árin höfum við upplifað lélega þjónustu, og það virðist ekkert vera skána.

Núna virðist vefverslunin þeirra vera algjört rugl, þú getur ekki treyst ef það segjir að varan sé til í verslun eða vefverslun, jafnvel ef þú sérð að staðan breyttist. Þú borgar fyrir vöru sem er ekki til, og færð endurgreitt einhverntímann í vikunni þegar bókhaldið kemst í það.

Ég mæli engan veginn með því að vera í viðskiptum við þessa verslun, myndi borga meira annarstaðar frekar en að vera gefa þeim pening. Slysaðist til að gefa þeim pening þarna því það er erfitt að finna skjákort í dag, sé strax eftir því.

Got to love Journals

I've always had a journal online, ever since I discovered the internet! I have posts dating back to 2005, and I used to post alot back then, almost daily, there was always something every week, and I was mostly just writing for myself, not expecting anyone to read it. I still do not expect anyone to read what I write, but it's always amusing when someone does leave a comment.

This is essentially my diary, I sometimes like to browse over it, the posts being like little landmarks of things that happen. So I really should have been doing a better job at posting, it's like hardly anything has happened over the last 10 years, there are currently 33 published posts since I migrated from livejournal.

LiveJournal

I was very active on livejournal, had a small group of friends that had access to it. Started it when I began socializing on a site called GaiaOnline back in 2005. There was probably not a week that went by without a post, plenty of emotions and musings to pass around.

Ever heard that it's good to write things down rather than bottling it up, even if you don't intend for anyone to read it and might even discard it afterwards? It does plenty of good when you have a lot going on in your head. That is how I used my journal, I never expected people to read it.

I think it was around 2008 when that little community of mine scattered to the wind, when GaiaOnline was changing a lot and people leaving.

WordPress

It was in 2011 when I got myself a shared hosting for the first time. I had played around with GeoCities websites before, I even managed to salvage that ancient website of mine for old times sake (last updated 2006). That's probably the time when I decided to leave livejournal and set up my first wordpress installation.

I managed to export all my livejournal posts and import them to my wordpress. I've been using wordpress ever since.

Tried out Disqus for comments, it was such a neat system, that allowed people to be logged in and comment on any website that was using discourse, because people like having things connected! Never really liked the default comment system of wordpress, but I kind of regret messing around with Disqus comments, because it kind of failed of keeping my older comments connected to the right posts (yes, I could import the existing comments into Disqus), and new comments get lost with the system if things got disconnected (it wouldn't know where the comments belonged).

Nearly all the imported posts have been set to private, because there is no reason for me to exposing my awkward teenage years to the public.

New editing posts

I just have to say that I really REALLY dislike the new way you edit posts on wordpress, it might not be the reason why I haven't been doing a good job of posting into my journal, but sure as heck it plays a big role in it since it arrived. I really wish it was a optional mode, there is a thing as simplifying too much to the point of it working against you.

I have discovered that there is a way to have a markdown block for editing, I think I'm going to go for that, to make things bearable.

Posting again regularly

I am going to try to post more again, because I actually enjoy the ability to browse through my journal to see the context of things, this is primarily just a journal for myself, and in cases where I don't want things public, there is always the neat little "private" setting for the posts. 

Hopefully when I'm done with school I'll be able to give this journal a makeover, because I hardly find the time at all during school or between semesters (because they squeeze in a 3 week program between semesters, so school never really ends).

I still don't expect people to be reading this or commenting, though I have set things so I get an email if someone comments, I've decided to stop using disqus, it was a hassle and I don't quite trust it anymore to connect comments to their right posts anymore.

Going over old posts

I feel the urge to go over my old posts, because the SSL says my website isn't quite secure enough, because of the use of images from external sources. I wonder if I can use images from my gallery (which is in a sub directory of this site) and have things stay secure according to the https security.

I just realised I might have lost parts of many older posts, where I had a plugin that would just show a preview of the post, and have a link "continue reading this post". Those links are broken, not sure if I can restore that, because I can't get the custom permalinks to work since I changed from shared hosting to a VPS

5/3 nám

4. önnin á tölvunnarfræði lokið í Háskólanum í Reykjavík, bara stakt námskeið sem ég þarf að endurtaka allan þennan tíma (auðvitað er það stærðfræði tengt!), svo ég held mér gangi alveg ágætlega í náminu með börnunum og lífinu þar á milli.

Er ennþá mjög ánægð með að hafa ákveðið að fara í Vefskólann á sínum tíma, þá áttaði ég mig á því hvað ég vildi læra betur, því ég hafði ekki verið með það á hreinu. En á sama tíma þá er ég frekar fúl yfir því að námið þar var talið of grunnt til að vera metið einhvers virði í Háskólanum í Reykjavík, ekki einu sinni gagnvart þeim áföngum sem voru sambærilegir og væri þá líklegast búin með mörg námskeiðin sem teljast upp í sérsvið Vefþróunnar.

Það var eins og þau sáu bara "oh, þetta er Tækniakademían, ekki þess virði að meta þetta", svo það var ekki einn einasti áfangi frá því námi talið vera jafnvirði neins áfanga í RU, ekki einu sinni fyrir nein af þessum 3ja vikna námskeiðum sem þau troða milli anna... mjög ósátt við það. Núna er ég að fara taka "Nýsköpun og stofnun fyrirtækja", sem ég er nú þegar búin með sambærilegt frá Vefskólanum...

Ef ég hefði áttað mig á þessu, þá hefði ég frekar bara átt að hætta í Vefskólanum um leið og ég áttaði mig á því hvað ég vildi gera, og fara bara beint í Háskólann í Reykjavík, þá hefði ég ekki verið að sóa tveimur heilum árum í nám sem var metið til einskis.

Á þeim tíma, þá var þetta nám að sannfæra mig að það væru einingar á háskólastigi, en við vorum einnig bekkur númer 2 að fara í gegnum þessa nýju námsbraut, svo þetta var nú ennþá að aðlagast. Í dag eru þetta feiningar (sem ég kalla fake-einingar eftir þetta) og námið bara 3 annir, í staðinn fyrir þau 2 ár sem ég fór í gegnum.

Ég er þó komin með auka diplómu og aukalega reynslu á ýmsu veftengdu fyrir allt þetta. Vefskólinn: 2ár, Háskólinn í Reykjavík: 3 ár... 

Það er alveg satt að námið í vefskólanum var mjög grunnt í samanburði, nánast allt sem ég hafði lært í javascript þar var þjappað saman í stakt námskeið í RU og lærði samt eitthvað nýtt, mögulega hefði þetta verið flóknara ef ég hafði ekki kynnst þessu fyrirfram hjá Vefskólanum, en ég er ósköp fljót að læra nýja hluti.

Þannig ef einhver hefur áhuga á veftengdu og vill læra það, þá mæli ég frekar með að hoppa bara beinnt upp í háskólann, frekar en að vera fara í gegnum eitthvað millinám, nema þú virkilega hefur tíma til að eyða og vilt taka þessu hægt.

Vefskólinn virkilega gaf manni meiri focus á hönnunar-tengdum hlutum, svo það sjálft er alveg þess virði, en restin, ekki svo mikið, ef maður ætlar sér að fara líka upp í háskólann. 

Veit ekki hvernig háskóli Íslands tekur tölvunnarfræði, en veit vara að einhver mældi alls ekki með því, og ég sá ekkert sérsvið fyrir vefþróun þegar ég var að spá í þessu, þess vegna endaði ég upp í Háskólanum í Reykjavík, og er bara mjög sátt við mig þar (fyrir utan það að upplifa svo mikla endurtekt í tilteknum áföngum tengda sérsviðinu, eins og ég hef nefnt).

Útskrift úr Vefskólanum

Ég var að ljúka við námið í Vefskólanum, bara eftir að sækja plaggið í næstu viku. Það er svo margt sem mig langar að gera núna með þessari kunnáttu sem ég hef aflað mér, þar á meðal væri að uppfæra/endurgera vefsíðuna mína hérna. Hún endurspeglar engan veginn hvað ég hef lært, hef ekki snert þetta þema í mörg ár.

Planið er að sækja um í Háskóla Reykjavíkur, tölvunnarfræði í vef og viðmótshönnun til að fá mína diplómu í þessum málum, um leið og ég fæ gögnin í hendurnar. Þetta er spennandi, bráðum verða báðir strákarnir mínir komin inn á leikskóla svo ég mun hafa tíma í meira nám án þess að þurfa pæla jafn mikið í pössun.

Þrátt fyrir að hafa misst svolítið úr náminu vegna fæðingarorðlofs á 2.önn þá tókst mér að útskrifast með mínum hóp, þeim finnst gaman að segja að strákurinn minn hafi fengið forritun beint í æð þar sem hann var mikið upp í skóla eina önnina.

Þuklað á vefbrasanum

Þetta nám hefur verið alveg æðislegt fyrir mig, einhver lýsti því svoleiðis að maður fær að þukla á öllum sviðum, sem auðveldar manni að átta sig á eigin hæfileikum í þessum brasa og hvað sérsvið manns gæti verið. Áður en ég fór í námið þá hafði ég aldrei farið út í JavaScript né PHP vegna þess að það getur verið svolítið 'intimidating', en núna að loknu námi þá hef ég áttað mig á að ég sé furðugóð í JavaScript miðað við hvað ég hafði verið að ímynda mér áður fyrr.

Núna veit ég að mig langar að halda áfram í námi, fara í Tölvunarfræði í HR og fá smá viðurkenningu fyrir kunnáttu, það á nú einnig að tryggja manni betri stöður í framtíðinni svo best að ljúka þessu af. Það var ekki fyrr en ég rakst á vefskólann að ég áttaði mig á hversu mikið ég myndi vilja vinna í þessum brasa og að ég er bara andskoti góð í þessu.

Ég hef alltaf verið að fikta við framenda forritun síðan ég fékk aðgang að netinu, lært að nota CSS til að gera 'custom profile' á mörgum síðum sem leyfðu notendum slíkt. En aldrei hafði ég virkilega sökt mér ofan í þetta, svo hef ég verið vefstjóri í lengri tima, sett upp vefsíður fyrir sjálfan mig og vini, prófað að setja upp ýmis vefumsjónarkerfi á borð við WordPress, phpBB spjallborð, Gallery2/3 og PiwiGo gallerí. Langaði alltaf að gera vefsíðu sem væri bæði blog og gallerí eða blog og spjallborð, en það var svo erfitt að finna akkúrat þær lausnir sem mig langaði í með notkun plugins og modules. Núna eftir námið þá er ég komin með svo mörg tól í verkfærakassan minn að ég ætti að geta gert nánast hvað sem er.

Núna þarf ég bara meiri reynslu

WordPress og Drupal

Ég fékk alveg svaka flott intro frá honum Hilmari Kára (þegar ég fór í starfsnám á vefdeild Reykjavíkurborgar) um Drupal og núna veit ég hvaða kerfi ég myndi vilja frekar eyða tíma í að læra inn á. Hann gerði þá samlíkingu að WP væri Duplo með stórum einingum sem hægt er að púsla saman á meðan Drupal væri þá tækni-lego í samanburði, þröskuldurinn til að geta byrjað að nota Drupal er talsvert hærri en hjá WordPress, en með nýjustu útgáfu Drupal (v.8+) þá hefur þessi þröskuldur lækkað talsvert.

Ef þú hefur prófað að nota 'advanced custom fields' við gerð WordPress vefsíðu og haft gaman af því, þá jafnast það ekkert á við Drupal þegar það kemur að upplýsinga arkítektúr. Ég get varla beðið eftir að prófa þetta sjálf.

Learning web development is pretty interesting

Well, I've been learning website development for the past year now and that includes design and programming. Never touched JavaScript before this and I find it quite interesting. Sometimes the best way to get something you learned to stick in your head is to try to explain it to others.

Even though I was quite familiar with HTML and CSS before I entered school, I have continued to learn new things about it since that sometimes make me feel amazed at how I was just scratching the surface of it. Many things that seemed intimidating to get into turned out to be quite simple and gave me access to interesting tools of the trade.

I will now share with you some notes

Notes about HTML

HTML has apparently gone through some improvements since I first started fiddling with it ages ago. There are now many useful new tags that help define the content's purpose and avoid creating a div-soup where you are unable to distinguish the many divs apart. I will name a few, but you can easily see the full list on W3Schools (all the tags from HTML5 are indicated with a red little "5" icon).

  • <header> and <footer>
  • <main> defines the main content
  • <section> indicates sections
  • <nav> for navigation
  • <figure> is good for adding pictures with captions (you can use <figcaption> within it to add caption

Not only does it make it easier for you to scan over the code when you use these tags, but it also greatly improves accessibility to your site for users that rely on screen-readers (both blind or visually impaired users). Keep in mind that Google is the ultimate blind user, and you will most likely want Google to be able to access your site so it'll appear in their search.

  • You should always use alt="" in your image tags, leaving them empty will make screen-readers ignore them. You should not add any description to the image if you have caption under it (else you would be forcing the screen-reader to repeat itself).
  • Just using the right HTML5 tags instead of countless divs. Having well structured content will already improve accessibility to your site without needing to go the extra mile
  • You can use tools like WAVE Accessibility Evaluation Tool to quickly check how accessible your site is. You mainly need to keep an eye on the red errors rather than being worried about minor issues.
    • If you really want to dive into accessibility and have elements on your website that the standard HTML tags wont define them well enough, then check out ARIA (link). It is a special web suit that increases accessibility for screen-readers.
  • Use headings (h1,h2... ) correctly and not based on it's default font-size because styling that should be done with CSS.
    • <h1> should only appear once per page (for website title for example) and then go by importance (for example <h2> for declaring navigation, <h3> for section titles and <h4> for sub-headings within sections/articles and so on).

Notes about CSS

  • Your new best friend is 'box-sizing' because it eliminates the pesky inconsistencies when dealing with height and width of elements, so if you tell a element to be 100px wide, it will stay 100px even if you add padding or borders.
  • You can Animate with CSS! seriously, without touching any JavaScript. check it out
  • It is very handy to use the EM and REM units when designing, it is based on font-sizes. EM is relative to the fontsize of it's parent element, 1em = the parent's element font-size, but this makes it scale easily. REM however is very consistent since it is based on the font-size of the base 'HTML' element itself.
  • SASS (or SCSS) is a super handy compiler that lets you compose CSS without the extra repetitive work. It lets you make variables and even includes special functions, generally making it simpler to code and makes your life easier as a developer. It then compiles whatever you write into a normal CSS file that you can use. check it out

Notes about JavaScript

JavaScript was created by Brendan Eich in 1995. Even though we generally talk about using JavaScript, the word itself is trademarked by Netscape (where Brendan worked at the time), so the standardized version of it is officially known as ECMAScript, ECMA stands for European Computer Manufacturers Association.

I was also told that Java is as related to JavaScript as ham is to hamster

  • Functions can be values
    • Factory functions is any function that returns a (presumably new) object without using the keyword 'new'
    • Callback functions are functions passed as an argument into another function (using it as a value)
    • Higher order function is a function that takes a function as an argument (callback functions), or returns a function
      • .filter() lets you filter
      • .sort() lets you sort
      • .map() allows you to transform the item
      • .reduce() reduces a list into a single value
  • Functional programing makes use of pure functions and function composition
    • Pure function will always give the same results when given the same input. It is self contained and does not refer to anything outside of itself (therefor having no side effects).
  • Object Oriented Programing (OOP) is using objects to store information, such as APIs, and working with those objects
    • Inheritance is a way to create objects with properties it inherits from it's parents.
    • Composition is a flexible way of doing OOP, where you assemble objects based on what they do.
  • Javascript is originally without classes, but it got introduced in ECMAScript6 and are therefor a relatively new feature. They work well with OOP and inheritance. Creating prototypes is simple with constructors but you need to create them with the keyword 'new' which can be tricky to work with, it makes it difficult to do composition with them.

What have I been up to?

Well, I figured I should write a little post about my time for the past year because I kind of disappeared from the virtual world without a word. But second life seems to always draw me back in.

Well many things played a part in causing me to go poof without a word:

  • My desktop computer had bluescreen issues that were traced to supposedly missing drivers.
  • I had a baby and babies need alot of attention (which I didn't mind, my boy is adorable)
  • My attention span tends to be limited, if I do not login for a while I might simply forget to start logging in again. That's why I like to keep things inter-connected, such as this blog posting to my facebook for me.
  • Baby hated it when I was sitting/standing still for too long, which made using the computer difficult even if baby was wrapped around me snug and cozy so I could use both hands.
  • I was very content with just spending all my attention on the baby, so in the end the computer got disconnected to make space for other things as I re-arranged things around the house
  • I used my husband's computer which he would always have priority over, so my time was limited to when he wasn't home most of the time
  • I was on my mobile phone most of the time

When I suddenly decided to apply for webdesign/development school, I started to think more about computers again, mostly laptops, but I was doing research on what I would need. Good laptops to run the graphics programs I wanted were usually gaming computers which were missing an essential key to coding (at least on a Icelandic keyboard layout) between SHIFT and Z. Ended up just plugging my old desktop computer back in, and realized that husband had actually done a clean install of the OS which apparently cleared out the bluescreen issue, totally forgot he had done that.

So now I have a computer, baby lets me use it (most of the time), and I do not need to share it with my husband. Now I just need to install the programs I wanted to use since this is like a brand new computer since it was whiped clean. I can let skype auto login and what not to keep in contact with people again.

Flotta íbúð þarf samt að bæta

Mér líkar svo afskaplega vel við okkar fyrstu íbúð og hún var á fínasta verði. En alltaf eftir að maður flytur inn fer maður að sjá þann lélega frágang og enda sem eru ekki augljósir ef maður er ekki að leita að þeim, tími til að hnýta þessa lausu enda og fínpússa hluti. Ég skal endilega telja upp stærstu verkefnin sem maður ætti að takast á við.

Baðherbekið

badherbekid_badkersturtan

Furðulegt að maður tók ekki eftir þessu þegar maður skoðaði íbúðina. Sturtan var líka beint fyrir ofan þessi blöndunartæki svo vatnið færi niður meðfram í gegnum bilið. Við vorum fljót loka fyrir þetta með svörtum plastpokum, og svo kaupa okkur nýja L-laga sturtuslá sem kom í veg fyrir að vatn gæti farið þarna niður, og settum upp nýja sturtu á öðrum vegg. Þetta svæði ætti nú að vera þurrt. En pípurnar sem standa út úr veggnum eru farnar að losna svo ef maður ýtir á blöndunartækin (þegar maður ýtir á takkan til að láta renna í baðið) þá gefa þau eftir.

Hugmyndin var að byggja þarna kassa til að loka gapinu sem blöndunartækin gætu stuðst við.

Rafmagnstaflan

rafmagnstaflan

Svona er hún inn í fataskápnum á ganginum hjá okkur. Við þurftum að endurskrifa hvaða rofi stjórnar hverju vegna þess að allar upplýsingarnar voru á hvolfi af einhverjum ástæðum. Við erum núna með fjöltengi í stofunni sem við slökkvum alltaf á (eitt við tölvurnar, annað við sjónvarpið), og það eitt að kveikja á fjöltenginu fyrir tölvurnar getur slegið út öryggið fyrir stofuna+baðherbeki, en það er mjög óregglulegt.

Svo eru rosalega nett loftljós meðfram þremur veggjum í stofunni sem voru með dimmara, en þau biluðu mjög fljótt eftir að við fluttum inn. Maður var jafnvel í smá veseni með að tengja nýja loftljósið úr miðju loftinu vegna snúruflækjunnar inn dótinu þarna í loftinu sem voru augljóslega útfrá hinum ljósunum.

Eldhúsið

skrufur

Eldhúsið er kanski ekki jafn mikil nauðsyn og hin atriðin, en reddingar sem hafa átt sér stað eru vægast sagt ljótar að sjá inn í skápunum. Of stórar skrúfur hafa verið notaðar og standa út, og sumar voru afskornar svo þær voru hættulega beittar. Svo pirrar viftan mig svolítið fyrir ofan eldavélina, innréttingin hefur ekki verið plönuð með hana í huga svo hún er óþægilega lágt niðri og skermurinn laflaus og fyrir manni.

Maður setur bara nýtt eldhús á óskalistann.. heh.

Hvað er að frétta? Naggrísir?

Ég hef ekki verið mjög dugleg að skrifa í þessa dagbók, en fékk þá hugmynd um daginn um að nýta mér vefsíðuna mína til þess að fjalla um naggrísina mína. Það er allavega góð ástæða til að skrifa einhvað og vona virkilega að það nýtist fólki ef ég bý til nokkrar "blaðsíður" með Íslenskum upplýsingum um mína reynslu á naggrísum. Er ekki að segja að ég sé einhver sérfræðingur um þetta en það er fullt af vefsíðum og bloggum um naggrísi og eigendur á ensku þar sem fólk deilir sínum eigin fróðleiksmolum um upplifunina.

  • Nýjustu fréttirnar af mér eru þær að við keyptum okkar fyrstu íbúð um jólin og erum ánægð með hana. Jói flutti inn með okkur svo við erum þrjú í íbúðinni.
  • Með nýrri íbúð kom meira rými, ákvað að nýta tækifærið og gera nýtt og stærra búr handa naggrísunum
  • Benni keypti handa okkur frábæran subaru fjölskyldubíl af því hann vildi hafa þetta svaka pláss í skottinu, sem hefur reynst okkur vel
  • Tölvan mín var að gefa sig núna um helgina,  það gaf Benna tækifæri til að kaupa sér nýja tölvu og láta mig fá hans núverandi tölvu í staðinn. Þannig er hefðin hjá okkur.
  • Við vorum að fá 3 naggrísi í pössun til okkar í byrjun vikunnar, tvær stelpur og einn strák. Þeir verða hjá okkur í 3 vikur sem er mjög spennandi og hefur sannfært mig að ég vil bæta við hjörðina mína
  • Benni kom heim með flensuna í síðasta mánuði svo allir urðu veikir, en erum loksins komin yfir það. Þó hann er ennþá einhvað að kvarta yfir hálsinum og farinn að taka hitabrúsann með sér í vinnuna.

Samskiptar Örðuleikar í starfi

Vildi bara aðeins skrifa um afhverju ég hætti hjá Nóatúni, á meðan ég man.

Ég sagði upp vegna "Samskiptar örðuleika" eins og vinnumálastofnun flokkaði það og kláraði uppsóknarfrestinn í Janúar (sem þýddi að ég hafði unnið akkúrat 3 ár slétt hjá þeim).

Mér hefur alltaf líkað við Nóatún, góðar minningar síðan ég var hjá Nóatúni í Mosfellsbæ áður en það lokaði og færði starfsfólk yfir í nýju Krónu búðina þar sem var sú stærsta á landinu þá (er hún það ennþá?) og var vaktstjóri þar, en hætti þar af tveimur ástæðum: drama við annan starfsmann sem ég vildi ekki sjá eða koma nálægt lengur og ég ætlaði að fara aftur í skólann. En þegar ég ákvað að byrja vinna aftur (tók skólann í lotum þá) þá var engin laus staða hjá Nóatúni sem var í næsta nágreni, svo ég hóf störf hjá Bakaríinu sem var þar hliðina á. Eftir kanski tvö ár þar (hef aldrei verið góð með tímaskyn) þá sótti ég um í Nóatúni og færði mig yfir, var alveg komin með ógeð á bakaríinu vegna þess hvernig vinnuhópurinn var orðinn, aldrei neinn sem bar ábyrgð á staðnum, allir verslunarstjórar hættu eftir stutta stund og meirihlutinn gelgjur (Mér var ekki borgað til að bera þá ábyrgð sem lagt var á mig, eins og ég var einhver ókeypis vaktstjóri sem hélt staðnum saman, fólk var aldrei með lykla og hrindu í mig á kvöldin).

En það er sérstakt þegar maður hefur unnið nógu lengi hjá einhverju fyrirtæki að maður getur séð hvernig hlutir hafa þróast yfir það tímabil, þegar maður er orðinn einn af þeim fáu sem eru til staðar á meðan fólk kemur og fer í kringum mann. Og stundum vonar maður að það er tekið mark á því á að maður er til staðar, góður starfsmaður. En eftir það langan tíma þá er það tekið sem sjálfsagður hlutur, að maður sé hérna og hægt að treysta manni. Maður verður langþreyttur í þannig stöðu af því það er ekki tekið mark á manni, bókstaflega sagt manni að "ekki skipta þér af".

Það þarf tilbreytingu í starfi þegar þetta er komið á það stig, og ég tók því fagnandi hendi þegar verslunarstjórinn kom til mín og bauð mér að vera í kjötafgreiðslunni (það er eins og allt önnur deild frá kassaafgreiðslunni) með mánaðar fyrirvara. Þegar ég sagði að ég væri til í þetta þá réð hún annan starfsmann til að þjálfa á kassanum, og færði vaktirnar mínar til að vera í takt við það sem ég yrði að gera í kjötafgreiðslunni (morgun vaktir, byrja kl8, búin fyrr á daginn, var að fíla það). Tíminn leið og ég var frekar spennt, sagði öðru starfsfólki frá því að ég yrði færð, en ég færi auðvitað ekki langt því það var innan verslunarinnar á staðnum.

Þegar komið var að því að færa mig yfir á kjötafgreiðsluna þá sagði verslunarstjórinn að það yrði að bíða í viku, og svo tvær vikur... Maður komst líka að því að nýji kassa starfsmaðurinn gat ekki unnið á þeim tímum sem ég hafði upprunalega vegna þess að hún þurfti að sækja krakka á leikskóla. Ég skildi ekkert í því að það væri að ráða fólk til að vinna vaktir sem það gat ekki unnið. Örugglega partur af þessum "samskiptar örðuleikum" ef út í það er farið.

Svo var loksins komið að því að ég átti að byrja í kjötafgreiðslunni, 6 vikur síðan hún sagði mér frá því. En þá kemur verslunarstjórinn að mér með og segjist hafa slæmar fréttir: hún er búin að ráða annan starfsmann í kjötafgreiðsluna (sem kemur úr annari verslun innan fyrirtækisins) og ég á að færa vaktirnar mínar aftur á upprunalega tíma. 6 vikur er langur tími til að gefa til kynna að einhvað sé að breytast, en að koma á síðustu stundu og segja "Nei, þú færð ekki stöðuna, farðu aftur til baka á þinn stað" er ekki gott. Þetta kom mér í uppnám. Ég átti að fara á upprunalega vaktartímana af því að nýji starfsmaðurinn gat ekki unnið þá tíma, og ég átti að sýna tillitsemi (bókstaflega hvað verslunarstjórinn sagði).

Ég gat enganveginn talað við verslunarstjórann, ég reyndi, en hún tók mér aldrei alvarlega. Hún gaf mér einhverja ræðu sem sagði mér að ég væri góður starfsmaður og hún vildi ekki missa mig úr starfi, hljómaði næstum æft og tilfinningarlaust, bara til að fá mig úr skrifstofunni og til að hætta að pæla í að hætta. Svo auðvitað sagði ég upp innan við viku eftir að þetta gerðist.

Af því ég hafði unnið svo lengi hjá þeim þá þurfti ég að vinna uppsóknarfrestinn, þá var maður ennþá þarna, og það er rosalega auðvelt að gleyma afhverju maður ætlaði að hætta þegar maður er í reglulegri rútínu, að allt sé eins og það var áður fyrr og ekkert breyst. En verslunarstjórinn fór að gera grín að mér fyrir framan annað starfsfólk og viðskiptavini "Hún er að hætta af því hún finnst ég svo leiðinleg" segjir hún með glott á andlitinu, reyna gera lítið úr mér og setja orð í munn mér sem ég sagði aldrei. Þetta gerði það bara að verkum að ég sá ekki eftir uppsögninni minni. Og þegar leið á síðasta vinnudag þá tekur hún í höndina á mér og þakkar samstarfið. Hún spurði mig aldrei hvort ég væri viss um að ég vildi segja upp, það voru vaktstjóranir og annað starfsfólk "ertu í alvörunni að hætta, ertu alveg viss? það verður leiðinlegt að missa þig" en það sagði verslunarstjórinn aldrei, af því hún er augljóslega með mikla "samksiptar örðuleika". Þegar maður getur ekki lengur treyst verslunarstjóra til að taka sér alvarlega og bara gert grín að manni, þá er það strax ekki gott.

Rétt áður en ég hætti þá uppgötvaði ég að ég hafði verið á röngum launum í lengri tíma og bað þá að leiðrétta það, en þeir leiðréttu það bara að hluta til. Ég varð að fara til VR til að fá þá til að fara eftir Kjarasamningi um "áunnin réttindi" þar sem ég hafði unnið hjá fyrirtækinu áður þá átti það að teljast með þegar reiknað er hversu lengi ég hafi unnið hjá fyrirtækinu í heildina. "Svona túlkum við það" sögðu konurnar á skrifstofunni, en það er ekkert til að túlka, samningurinn er eins og hann er. Og seinna þá fatta ég að þau gleymdu að senda skattkortið mitt til vinnumálastofnun svo það var verið að taka fullann skatt af mér "Oops". Af hverju líður mér eins og öllum er alveg sama þarna í yfirstjórninni. Það er erfitt að vera "andlit fyrirtækis" þegar fyrirtækinu er sama.

Er að spá í að fara aftur í skóla, læra vefsíðustjórn/forritun fyrir vefsíðugerð. Kann margt af því á eigin spýtur en í nútíma samfélagi þarf maður að hafa plaggatið sem sannar að maður getur það nema maður hefur einhverjar tengingar við fólk sem getir ráðið mann án þess....

Margt að gerast

Ég hef verið að gera frekar margt undanfarna tvo mánuði:

IcelandFurs er það sem við köllum Íslenska Furry hópinn og við vildum hafa spjallborð fyrir hópinn sem einskonar miðstöð. Getur skoðað vefsíðuna til að læra meira um hvað Furry er. Þannig að ég er vefstjórinn hjá þeim hópi þótt vinkona mín hún Abby er í raun andlit hópsins eins og er.

  • færa vefsíðuna mína frá "dark-stardragon.com" yfir á "myramidnight.com" (bæði bloggið og galleríið)

Vildi hætta með "dark-stardragon.com" en lénið endurnýjaði sig sjálfkrafa áður en ég tók eftir því (tvö ár í einu) en ákvað samt að kaupa mér "myramidnight.com" og færa mig yfir á það. Það þýðir bara að ég mun hafa gömla lénið næstu tvö árin aukalega. Færði alla póstana sem ég hafði gert yfir á nýja WordPress og er að vinna í því að setja myndir inn á nýja galleríið. Þetta mun taka smá tíma að gera eins og ég vil hafa það en þetta er í raun allt komið eins og er, þetta virkar. Er að nota Disqus innleggs/comment kerfið sem er þæginlegt, leyfir þér t.d. að nota facebook aðganginn þinn til að setja skilaboð á það sem ég skrifa hérna.

Nýja galleríið hefur tvö tungumál sem ég hef sett upp, viðkomandi getur valið annaðhvort ensku eða íslensku þegar þau skoða galleríið. Það þýðir að ég get sett sérstakan íslenskan titil og lýsingu á myndunum, en enskan er sjálfkrafa valið (þannig að ef þú ert að skoða galleríið á Íslensku, en einhver lýsing eða titill er á ensku, það þýðir að ég hef ekki sett neitt sérstakt á Íslensku við þá mynd og það birtir þá sjálfkrafa enskuna).

  • gera grímu (hrafna gríma sem ég er næstum því búin með)

Hef verið að búa til grímu af hrafni, sem hefur tekið meira en tvær vikur þótt ég er næstum því búin. Þetta er í raun byggt á einum karakter sem ég bjó einu sinni til sem er hrafn með rauð augu og stundum með dreka-skott, og hefur mikinn innblástur frá "Death" sem er persóna úr "The Sandman" teiknimynda sögunum. Karakterinn minn hefur verið kallaður "RoadKill" vegna myndar sem ég tók af henni einu sinni á 3D spjallsvæði (IMVU), en kalla hana líka Death eða Teleute.

Gríman getur opnað gogginn, og er frekar raunverulegt að sjá. Keypti feld-efni hjá Vouge. Getið séð myndir hérna: Gallerí

  • keypti nýja Wacom teiknitöflu sem þýddi að ég þurfti að uppfæra tölvuna mína vegna þess að taflan virkar ekki með Windows XP

Fór nefnilega í Tölvutek í gær og keypti mér nýja Wacom teiknitöflu vegna þess að gamla taflan mín var orðin mjög úrellt, gúmmíið farið af pennanum og drifið hætt að virka stöku sinnum. Gamla taflan var Wacom Graphite og nýja taflan er Wacom Intuos: Creative Pen & Touch (hefur snerti-flöt eins og á fartölvum sem skynjar tvo fingur í einu). Rosalega ánægð með það vegn aþess að það var kominn tími til, en vegna þess að hún virkar ekki með Windows XP þá var kærastinn að uppfæra tölvuna mína áðan í Windows 8, sem er frekar skemmtilegt vegna þess það er gert fyrir snerti-skjái og þegar ég er með snerti-töflu þá get ég notað þær aðgerðir. En auðvitað tekur tíma að læra að rata á þessu nýja stýrikerfi, þetta er allt öðruvísi.

Leiðbeiningarnar sem fylgdu með voru einfaldar, kanski of einfaldar: hélt að auka penna-oddarnir væru ekki til staðar, ekkert í bæklingnum gefur til kynna hvar þeir eru svo maður áætlar að þeir hefðu átt að vera í litla pokanum sem hefur nokkra aðra smá-aukahluti, en oddarnir voru í rauninni innan á miðju-lokinu sem þú getur opnað aftan á töflunni. Svartir oddar á svörtu loki eru ekki áberandi, engan veginn.

  •  Svo var ég að hætta hjá Nóatúni í Janúar vegna "Samskiptar Örðuleika"

Yfirmaðurinn var bara mjög lélegur í samskiptum. Lofaði mér nýrri stöðu í vinnunni með mánaðar fyrirvara, dró það í langinn og sagði mér svo á síðustu stundu þegar ég átti að vera komin í það verkefni að hún hafði nú þegar ráðið einhvern annan í það verkefni og ég þurfti að færa vaktirnar mínar. Algjört kjaftæði og alveg komin með nóg, svo ég sagði upp og hafði góða ástæðu til. Var þar að auki á röngum launum í lengri tíma og þurfti að fá VR til að láta þá leiðrétta þau almennilega. Ekki vantar að þau gleymdu að senda skattkortið mitt á vinnumálastofnun svo skatturinn var að taka fullt af mér...

Fjögur ár

Dagarnir fara framhjá manni þegar maður er í starfi sem sýnilega tekur allan daginn frá manni, nema ég fari að vakna um 7 eða 8 á morgnanna til að gera eitthvað af viti umfram vinnutíma. Og viti menn, nokkrir dagar af því að vakan svo snemma lengir vikuna sem flýgur framhjá manni annars.

Immortals (trailer)

Í dag eftir vinnu, eða í raun þegar vinnunni lauk kemur kærastinn og sækir mig, rosa sætt af honum fyrst það er farið að frysta, og niðamykur úti um það leyti. En við förum ekki heim, heldur í bíó til að sjá myndina "Immortals" sem er alveg fjandi góð mynd, sérstaklega til að sjá á meðan hún er enn í bíóhúsum.

Þegar myndin var búin og við komin inn í bílinn, þá minnir hann mig á að við höfum verið saman í 4 heil ár, afskaplega líður þetta hratt, og eins og alltaf þá tekst honum að koma mér á óvart, sem er í raun afskaplega auðvelt að gera þegar ég á í hlut. En þetta er svo æðislegt. Og svona mun þetta halda áfram þar til ég get ekki lengur talið árin með fingrunum, því þetta endist að eilífu <3

En ég segji það satt, Immortals er rosalega góð mynd til að sjá í kvikmyndahúsum. Ég tengdi sýnishorn af myndinni í þessum póst.