Um mig

Ég heiti Stefanía Reynisdóttir og þetta er vefsíðan mín. Ég hef lengi kallað mig Mýra Midnight þegar ég er á netinu, sem er nafnið á bláa drekanum sem ég tel mig vera, allavega inn í mér. Það er ekkert markmið í gangi hérna, bara venjuleg dagbók og örlítið blogg í gangi með myndasafni á toppnum. Mér finnst einstaklega gaman að hjálpa öðrum, deila því sem ég hef lært og læra meira. Ég er frekar dugleg að finna lausnir á hlutum og reddingar.

Skrifa oft á Ensku og stundum á Íslensku, bara eins og mér hentar og hvort ég sé að miða á fólk nærri mér eða ekki. Ég fann sniðugt plugin fyrir wordpress sem leyfir mér að hafa það á mörgum tungumálum í einu sem lesandinn getur einfaldlega valið um. Svo ef ég ákveð að þýða einhverja greinina á báðum tungumálum þá myndi þessi stilling sjálfkrafa sýna þér greinina á því tungumáli sem þú valdir um.

Nýlega hef ég ákveðið að byrja blogga smávegis um naggrísi á Íslensku vegna þess að mér finnst þessi dýr alveg æðisleg og það ætti að vera fleirri upplýsingar um hvernig eigi að hugsa um þau umfram gamla ramma sem eru fyrir löngu orðnir úreltir. Þú getur fundið slóðir að þessum naggrísa-tengdu greinum hér á hliðar-listanum.

Síðan mín notar Disqus athugasemda-systemið, sem er alveg hrein snild þegar þú ert að skrifa athugasemdir á mismunandi vefsíðum sem allir nota Disqus: það tengist saman og leyfir þér að fylgjast með ef einhver t.d. svarar þér til baka. Þarft bara einn aðgang hjá Disqus til að vera með í hringnum, og svo getur þú notað facebook/google og aðrar leiðir til að innskrá þig. Ekkert vesen og allir geta haft samband auðveldlega. Ekki vera feimin við að bæta þínum spurningum/athugasemdum við greinarnar hjá mér, sérstaklega þegar það kemur að naggrísunum.