Hvað er að frétta? Naggrísir?

--> -->

Ég hef ekki verið mjög dugleg að skrifa í þessa dagbók, en fékk þá hugmynd um daginn um að nýta mér vefsíðuna mína til þess að fjalla um naggrísina mína. Það er allavega góð ástæða til að skrifa einhvað og vona virkilega að það nýtist fólki ef ég bý til nokkrar "blaðsíður" með Íslenskum upplýsingum um mína reynslu á naggrísum. Er ekki að segja að ég sé einhver sérfræðingur um þetta en það er fullt af vefsíðum og bloggum um naggrísi og eigendur á ensku þar sem fólk deilir sínum eigin fróðleiksmolum um upplifunina.

  • Nýjustu fréttirnar af mér eru þær að við keyptum okkar fyrstu íbúð um jólin og erum ánægð með hana. Jói flutti inn með okkur svo við erum þrjú í íbúðinni.
  • Með nýrri íbúð kom meira rými, ákvað að nýta tækifærið og gera nýtt og stærra búr handa naggrísunum
  • Benni keypti handa okkur frábæran subaru fjölskyldubíl af því hann vildi hafa þetta svaka pláss í skottinu, sem hefur reynst okkur vel
  • Tölvan mín var að gefa sig núna um helgina,  það gaf Benna tækifæri til að kaupa sér nýja tölvu og láta mig fá hans núverandi tölvu í staðinn. Þannig er hefðin hjá okkur.
  • Við vorum að fá 3 naggrísi í pössun til okkar í byrjun vikunnar, tvær stelpur og einn strák. Þeir verða hjá okkur í 3 vikur sem er mjög spennandi og hefur sannfært mig að ég vil bæta við hjörðina mína
  • Benni kom heim með flensuna í síðasta mánuði svo allir urðu veikir, en erum loksins komin yfir það. Þó hann er ennþá einhvað að kvarta yfir hálsinum og farinn að taka hitabrúsann með sér í vinnuna.