Ég hef verið að gera frekar margt undanfarna tvo mánuði:
IcelandFurs er það sem við köllum Íslenska Furry hópinn og við vildum hafa spjallborð fyrir hópinn sem einskonar miðstöð. Getur skoðað vefsíðuna til að læra meira um hvað Furry er. Þannig að ég er vefstjórinn hjá þeim hópi þótt vinkona mín hún Abby er í raun andlit hópsins eins og er.
- færa vefsíðuna mína frá "dark-stardragon.com" yfir á "myramidnight.com" (bæði bloggið og galleríið)
Vildi hætta með "dark-stardragon.com" en lénið endurnýjaði sig sjálfkrafa áður en ég tók eftir því (tvö ár í einu) en ákvað samt að kaupa mér "myramidnight.com" og færa mig yfir á það. Það þýðir bara að ég mun hafa gömla lénið næstu tvö árin aukalega. Færði alla póstana sem ég hafði gert yfir á nýja WordPress og er að vinna í því að setja myndir inn á nýja galleríið. Þetta mun taka smá tíma að gera eins og ég vil hafa það en þetta er í raun allt komið eins og er, þetta virkar. Er að nota Disqus innleggs/comment kerfið sem er þæginlegt, leyfir þér t.d. að nota facebook aðganginn þinn til að setja skilaboð á það sem ég skrifa hérna.
Nýja galleríið hefur tvö tungumál sem ég hef sett upp, viðkomandi getur valið annaðhvort ensku eða íslensku þegar þau skoða galleríið. Það þýðir að ég get sett sérstakan íslenskan titil og lýsingu á myndunum, en enskan er sjálfkrafa valið (þannig að ef þú ert að skoða galleríið á Íslensku, en einhver lýsing eða titill er á ensku, það þýðir að ég hef ekki sett neitt sérstakt á Íslensku við þá mynd og það birtir þá sjálfkrafa enskuna).
- gera grímu (hrafna gríma sem ég er næstum því búin með)
Hef verið að búa til grímu af hrafni, sem hefur tekið meira en tvær vikur þótt ég er næstum því búin. Þetta er í raun byggt á einum karakter sem ég bjó einu sinni til sem er hrafn með rauð augu og stundum með dreka-skott, og hefur mikinn innblástur frá "Death" sem er persóna úr "The Sandman" teiknimynda sögunum. Karakterinn minn hefur verið kallaður "RoadKill" vegna myndar sem ég tók af henni einu sinni á 3D spjallsvæði (IMVU), en kalla hana líka Death eða Teleute.
Gríman getur opnað gogginn, og er frekar raunverulegt að sjá. Keypti feld-efni hjá Vouge. Getið séð myndir hérna: Gallerí
- keypti nýja Wacom teiknitöflu sem þýddi að ég þurfti að uppfæra tölvuna mína vegna þess að taflan virkar ekki með Windows XP
Fór nefnilega í Tölvutek í gær og keypti mér nýja Wacom teiknitöflu vegna þess að gamla taflan mín var orðin mjög úrellt, gúmmíið farið af pennanum og drifið hætt að virka stöku sinnum. Gamla taflan var Wacom Graphite og nýja taflan er Wacom Intuos: Creative Pen & Touch (hefur snerti-flöt eins og á fartölvum sem skynjar tvo fingur í einu). Rosalega ánægð með það vegn aþess að það var kominn tími til, en vegna þess að hún virkar ekki með Windows XP þá var kærastinn að uppfæra tölvuna mína áðan í Windows 8, sem er frekar skemmtilegt vegna þess það er gert fyrir snerti-skjái og þegar ég er með snerti-töflu þá get ég notað þær aðgerðir. En auðvitað tekur tíma að læra að rata á þessu nýja stýrikerfi, þetta er allt öðruvísi.
Leiðbeiningarnar sem fylgdu með voru einfaldar, kanski of einfaldar: hélt að auka penna-oddarnir væru ekki til staðar, ekkert í bæklingnum gefur til kynna hvar þeir eru svo maður áætlar að þeir hefðu átt að vera í litla pokanum sem hefur nokkra aðra smá-aukahluti, en oddarnir voru í rauninni innan á miðju-lokinu sem þú getur opnað aftan á töflunni. Svartir oddar á svörtu loki eru ekki áberandi, engan veginn.
- Svo var ég að hætta hjá Nóatúni í Janúar vegna "Samskiptar Örðuleika"
Yfirmaðurinn var bara mjög lélegur í samskiptum. Lofaði mér nýrri stöðu í vinnunni með mánaðar fyrirvara, dró það í langinn og sagði mér svo á síðustu stundu þegar ég átti að vera komin í það verkefni að hún hafði nú þegar ráðið einhvern annan í það verkefni og ég þurfti að færa vaktirnar mínar. Algjört kjaftæði og alveg komin með nóg, svo ég sagði upp og hafði góða ástæðu til. Var þar að auki á röngum launum í lengri tíma og þurfti að fá VR til að láta þá leiðrétta þau almennilega. Ekki vantar að þau gleymdu að senda skattkortið mitt á vinnumálastofnun svo skatturinn var að taka fullt af mér...