Tardis Teppi og töskur

Í sumar hef ég eytt frekar miklum pening á stuttum tíma til að prufa nýtt hobbí, bútasaum. Keypti mér mína fyrstu saumavél (Pfaff Select 3.2) upphaflega í sumar til að klára sauma hrafna grímuna mína, en seinna vildi ég prufa bútasaum/quilting, svo ég fór og keypti mér skurðarmottu, snúnings skurðarkníf, sérstaka reglustriku og efni. Þetta byrjanda sett var frekar dýrt en það er fjárfesting, sérstaklega mottan sem lagar sjálfan sig eftir að maður notar knífinn á henni ("self healing" eins og það kallaðist).

Fyrsta verkefnið var að búa til bútasaums rúmteppi af Tardis ("geimskipið" úr Doctor Who þáttunum) eftir að ég bjó til hönnunina sjálf. Er að leggja lokahönd á það með því að sauma það saman  við fóðrið og bak-efnið.

Þar á milli fór ég að sauma mér tösku til að geyma allt saumadótið mitt í eftir sniði sem kallaðist bionic gear bag, endaði með að búa til tvær sem eru virkilega flottar og verð betri með hverri tilraun.

Ég væri til í að búa til svona töskur fyrir aðra á 8000kr og þið gætuð fengið að ráða litavalinu (versla bómullar bútasaumsefni hjá Virka)

Teiknitöflur: Wacom Intuos: Creative Pen & Touch

Nöfnin á þessum Wacom töflum geta verið svolítið ruglingslegt ef maður hefur verið að pæla í Intuos töflunum þeirra vegna þess að þeir voru að breyta nöfnum á vörunum sínum. Gamla "Bamboo" taflan sem er gerð fyrir byrjendur og þá sem þurfa ekki neina rándýra lúxsus teiknitöflu, hún heitir núna "Intuos: Pen & Touch" (það er líka til útgáfa án snerti-skynjara), og gömlu "Intuos 1-5" eru orðnar að "Intuos Pro". Síðan eru þeir með "Cintiq" sem hefur innbygðan skjá í teiknitöflunni.
bobo3

  • Ef þú ert kanski að pæla í teiknitöflum, þá hef ég gott ráð fyrir þig byggt á reynslu: Aldrei kaupa neitt þar sem batteríið er í pennanum! Af hverju? Vegna  þess það veldur ójafnvægi þegar þú heldur á pennanum og þegar þú ert kanski ekki að halda fast utan um pennan þá getur hann dottið úr höndunum á þér vegna þyngdarinnar aftan á honum (þar sem strokleðrið væri) og þessi auka þyngt veldur því að þegar hann lendir svo loksins á gólfinu þá er höggið oftast nóg til að skemma pennan. Ég hef reynslu á þessu, átti tvær rosa ódýrar teiknitöflur ("Trust") fyrst sem penninn skemmdist strax út af þessari lélegri hönnun.
  • Ég hef líka keypt mér HP Slate 500 þegar hún kom fyrst út (var ekki seld hér á landi) sem var í raun frum-útgáfa. En ég var forvitin vegna þess að þetta var með innbygðum snertiskjá og þrýstiskynjandi penna til að teikna með. En batteríið var í pennanum sjálfum sem augljóslega gerði hann þungan, en hann var sterkbygðari en pennarnir sem fylgdu Trust teiknitöflunum svo hann skemmdist ekki við högg. En penninn hætti samt að virka mjög snemma og eftir að hafa fengið pennan skipt út fyrir nýjan þá komst maður að því að það át batteríið eins og skot, ekki var það betra að þetta var AAAA batterí (já, Fjórfalt A sem er eins í lögun og hin batteríin af A týpunni, en aðeins minni) sem var ekki algengt hér á landi svo ég viti. HP Slate sjálfur fór að hegða sér skrítið líka eftir að skjárinn rispaðist aðeins, stundum þá fór "músin" á ferð yfir skjáinn eins og maður væri að snerta allstaðar, sem gerð það að verkum að ekki var hægt að teikna á þessari HP Slate tölvu.

Mæli bara með Wacom eftir allt þetta. Það er ekkert batterí í pennanum sem gerir að verkum að hann er léttur og þæginlegur í höndunum: penninn notar rafmagnið frá töflunni sjálfri þegar það kemur nálægt eða það skilst mér. Wacom eru fremstir á sínu sviði og vörunar þeirra endast lengi (sérstaklega vegna þess þú ert ekki eftir að skemma pennan á sama hátt og þeir sem innihalda batteríið). Gamla Graphite taflan mín virkar ennþá þótt hún sé orðin afskaplega lúin að sjá eftir mörg ár.
En ef við tölum aðeins meira um þessa Intuos: Creative Pen&Touch teiknitöflu, þá verð ég að segja að snúran er mjög stutt (kanski metri á lengd í mesta lagi) en það er ágæt fyrir fartölvur. Það er alltaf hægt að redda framlengingar snúru fyrir USB eða láta tölvutek panta sérstakan "þráðlausan pakka" sem passar við þessa sérstöku teiknitöflu. Sýnist þetta þráðlausa sett nota endurhlaðanleg batterí sem maður setur í hólf aftan á töflunni (það hleðst örugglega með USB tenginu sem fylgir upprunalega). Ég held ég vilji fá þetta þráðlausa sett, það er mjög freistandi þar sem tölvan mín er vinstra megin við mig og ég vil hafa töfluna hægra megin svo snúran er fyrir mér eins og er.

bobo2Veit ekki hvort það tengist því að allt inn í tölvunni minni er í rauninni úrelt (eða alveg á mörkunum) að snerti skynjarinn virkar óstöðugt, en maður tekur bara eftir því ef þú ert að reyna nota það eintómt. Best að nota það með pennanum (snerti skynjarinn slekkur á sér á meðan penninn kemur við flötinn, annars væri allt út um allt). Ég nota pennan eins og mús og snerti flötinn til að færa hluti ("scrolling") sem er þegar maður snertir með tveimur fingrum og dregur niður/upp.

Eins og ég nefndi í fyrri póstinum mínum, þá er ekkert í leiðbeiningar bæklinginum um hvar þessir auka penna-oddar/nibs eru. Þeir eru geymdir innan á miðju lokinu sem þú getur opnað aftan á teiknitöflunni. Var farin að halda að þeir væru týndir eða ekki til staðar. Það var eitt sem mér fannst mjög lélegt, vegna þess að það er hægt að gera leiðbeiningar svo einfaldar að þær verða óskýrar.

  • Myndirnar hérna eru af kettinum Bóbó sem var sofandi á borðinu hjá mér í dag. Teiknað í MSpaint af því mér finnst gaman að nota blýants tólið þar (allavega á nýja MSpaint sem fylgir nýrri útgáfum af Windows)

Margt að gerast

Ég hef verið að gera frekar margt undanfarna tvo mánuði:

IcelandFurs er það sem við köllum Íslenska Furry hópinn og við vildum hafa spjallborð fyrir hópinn sem einskonar miðstöð. Getur skoðað vefsíðuna til að læra meira um hvað Furry er. Þannig að ég er vefstjórinn hjá þeim hópi þótt vinkona mín hún Abby er í raun andlit hópsins eins og er.

  • færa vefsíðuna mína frá "dark-stardragon.com" yfir á "myramidnight.com" (bæði bloggið og galleríið)

Vildi hætta með "dark-stardragon.com" en lénið endurnýjaði sig sjálfkrafa áður en ég tók eftir því (tvö ár í einu) en ákvað samt að kaupa mér "myramidnight.com" og færa mig yfir á það. Það þýðir bara að ég mun hafa gömla lénið næstu tvö árin aukalega. Færði alla póstana sem ég hafði gert yfir á nýja WordPress og er að vinna í því að setja myndir inn á nýja galleríið. Þetta mun taka smá tíma að gera eins og ég vil hafa það en þetta er í raun allt komið eins og er, þetta virkar. Er að nota Disqus innleggs/comment kerfið sem er þæginlegt, leyfir þér t.d. að nota facebook aðganginn þinn til að setja skilaboð á það sem ég skrifa hérna.

Nýja galleríið hefur tvö tungumál sem ég hef sett upp, viðkomandi getur valið annaðhvort ensku eða íslensku þegar þau skoða galleríið. Það þýðir að ég get sett sérstakan íslenskan titil og lýsingu á myndunum, en enskan er sjálfkrafa valið (þannig að ef þú ert að skoða galleríið á Íslensku, en einhver lýsing eða titill er á ensku, það þýðir að ég hef ekki sett neitt sérstakt á Íslensku við þá mynd og það birtir þá sjálfkrafa enskuna).

  • gera grímu (hrafna gríma sem ég er næstum því búin með)

Hef verið að búa til grímu af hrafni, sem hefur tekið meira en tvær vikur þótt ég er næstum því búin. Þetta er í raun byggt á einum karakter sem ég bjó einu sinni til sem er hrafn með rauð augu og stundum með dreka-skott, og hefur mikinn innblástur frá "Death" sem er persóna úr "The Sandman" teiknimynda sögunum. Karakterinn minn hefur verið kallaður "RoadKill" vegna myndar sem ég tók af henni einu sinni á 3D spjallsvæði (IMVU), en kalla hana líka Death eða Teleute.

Gríman getur opnað gogginn, og er frekar raunverulegt að sjá. Keypti feld-efni hjá Vouge. Getið séð myndir hérna: Gallerí

  • keypti nýja Wacom teiknitöflu sem þýddi að ég þurfti að uppfæra tölvuna mína vegna þess að taflan virkar ekki með Windows XP

Fór nefnilega í Tölvutek í gær og keypti mér nýja Wacom teiknitöflu vegna þess að gamla taflan mín var orðin mjög úrellt, gúmmíið farið af pennanum og drifið hætt að virka stöku sinnum. Gamla taflan var Wacom Graphite og nýja taflan er Wacom Intuos: Creative Pen & Touch (hefur snerti-flöt eins og á fartölvum sem skynjar tvo fingur í einu). Rosalega ánægð með það vegn aþess að það var kominn tími til, en vegna þess að hún virkar ekki með Windows XP þá var kærastinn að uppfæra tölvuna mína áðan í Windows 8, sem er frekar skemmtilegt vegna þess það er gert fyrir snerti-skjái og þegar ég er með snerti-töflu þá get ég notað þær aðgerðir. En auðvitað tekur tíma að læra að rata á þessu nýja stýrikerfi, þetta er allt öðruvísi.

Leiðbeiningarnar sem fylgdu með voru einfaldar, kanski of einfaldar: hélt að auka penna-oddarnir væru ekki til staðar, ekkert í bæklingnum gefur til kynna hvar þeir eru svo maður áætlar að þeir hefðu átt að vera í litla pokanum sem hefur nokkra aðra smá-aukahluti, en oddarnir voru í rauninni innan á miðju-lokinu sem þú getur opnað aftan á töflunni. Svartir oddar á svörtu loki eru ekki áberandi, engan veginn.

  •  Svo var ég að hætta hjá Nóatúni í Janúar vegna "Samskiptar Örðuleika"

Yfirmaðurinn var bara mjög lélegur í samskiptum. Lofaði mér nýrri stöðu í vinnunni með mánaðar fyrirvara, dró það í langinn og sagði mér svo á síðustu stundu þegar ég átti að vera komin í það verkefni að hún hafði nú þegar ráðið einhvern annan í það verkefni og ég þurfti að færa vaktirnar mínar. Algjört kjaftæði og alveg komin með nóg, svo ég sagði upp og hafði góða ástæðu til. Var þar að auki á röngum launum í lengri tíma og þurfti að fá VR til að láta þá leiðrétta þau almennilega. Ekki vantar að þau gleymdu að senda skattkortið mitt á vinnumálastofnun svo skatturinn var að taka fullt af mér...

Deviantart Hittingur!

We had a local devMEET going on for us Icelanders (icelandic post).

Þessi 'hittingur' gékk vel og margir mættu, þó ekki endilega allir sem lofuðu sér að mæta. Þetta verður örugglega að mjög reglulegu fyrirbæri, og er viss um að margir eru eftir að fíla þá hugmynd, því það er fínt að hitta annað fólk með svipuð áhugamál, þótt það væri aðeins til að teikna saman og deila hugmyndum.

Við vorum með bauk til að safna fyrir næstu áskrift fyrir hópinn, og komust strax hálfa leið með upphæðina, en eins árs áskrift fyrir svona hópa er tvöföld einstaklings áskrift, sem er um 3000kr. Þannig að takmarkið var ~6669 kr, og komust upp í 3700 kr. Endurnýja þarf áskriftina (sem gerir hópinn þægilegri í meðhöndlun og skemmtilegri) ár hvert í Desember. Jóla gjöf hópsins giska ég.

Ef þið eruð á deviantart, þá endilega kíkja við á okkur Icelandic Deviants þar. Og ef þið eruð ekki á þeirri síðu og vitið varla út á hvað hún gengur, þá er þetta lista-gallerí sem er alþjóðlegt eins og er, og mjög stór síða. Aðgangur að henni er alveg frír og notkun. Allt þetta sem ég var að tala um áskrift tengist smáatriðum, og hvernig maður getur stjórnað hvernig allt lítur út (sem er takmarkað sem óáskrifandi).

En þetta var alveg æðislegt, og verður líklegast jafn mikill partur af icelandic-deviants, og skissuþema Skapamjöðurs (kíkjið við á hópinn til að vita hvað það er).

~Leave a comment?