Útskrift úr Vefskólanum

Ég var að ljúka við námið í Vefskólanum, bara eftir að sækja plaggið í næstu viku. Það er svo margt sem mig langar að gera núna með þessari kunnáttu sem ég hef aflað mér, þar á meðal væri að uppfæra/endurgera vefsíðuna mína hérna. Hún endurspeglar engan veginn hvað ég hef lært, hef ekki snert þetta þema í mörg ár.

Planið er að sækja um í Háskóla Reykjavíkur, tölvunnarfræði í vef og viðmótshönnun til að fá mína diplómu í þessum málum, um leið og ég fæ gögnin í hendurnar. Þetta er spennandi, bráðum verða báðir strákarnir mínir komin inn á leikskóla svo ég mun hafa tíma í meira nám án þess að þurfa pæla jafn mikið í pössun.

Þrátt fyrir að hafa misst svolítið úr náminu vegna fæðingarorðlofs á 2.önn þá tókst mér að útskrifast með mínum hóp, þeim finnst gaman að segja að strákurinn minn hafi fengið forritun beint í æð þar sem hann var mikið upp í skóla eina önnina.

Þuklað á vefbrasanum

Þetta nám hefur verið alveg æðislegt fyrir mig, einhver lýsti því svoleiðis að maður fær að þukla á öllum sviðum, sem auðveldar manni að átta sig á eigin hæfileikum í þessum brasa og hvað sérsvið manns gæti verið. Áður en ég fór í námið þá hafði ég aldrei farið út í JavaScript né PHP vegna þess að það getur verið svolítið 'intimidating', en núna að loknu námi þá hef ég áttað mig á að ég sé furðugóð í JavaScript miðað við hvað ég hafði verið að ímynda mér áður fyrr.

Núna veit ég að mig langar að halda áfram í námi, fara í Tölvunarfræði í HR og fá smá viðurkenningu fyrir kunnáttu, það á nú einnig að tryggja manni betri stöður í framtíðinni svo best að ljúka þessu af. Það var ekki fyrr en ég rakst á vefskólann að ég áttaði mig á hversu mikið ég myndi vilja vinna í þessum brasa og að ég er bara andskoti góð í þessu.

Ég hef alltaf verið að fikta við framenda forritun síðan ég fékk aðgang að netinu, lært að nota CSS til að gera 'custom profile' á mörgum síðum sem leyfðu notendum slíkt. En aldrei hafði ég virkilega sökt mér ofan í þetta, svo hef ég verið vefstjóri í lengri tima, sett upp vefsíður fyrir sjálfan mig og vini, prófað að setja upp ýmis vefumsjónarkerfi á borð við WordPress, phpBB spjallborð, Gallery2/3 og PiwiGo gallerí. Langaði alltaf að gera vefsíðu sem væri bæði blog og gallerí eða blog og spjallborð, en það var svo erfitt að finna akkúrat þær lausnir sem mig langaði í með notkun plugins og modules. Núna eftir námið þá er ég komin með svo mörg tól í verkfærakassan minn að ég ætti að geta gert nánast hvað sem er.

Núna þarf ég bara meiri reynslu

WordPress og Drupal

Ég fékk alveg svaka flott intro frá honum Hilmari Kára (þegar ég fór í starfsnám á vefdeild Reykjavíkurborgar) um Drupal og núna veit ég hvaða kerfi ég myndi vilja frekar eyða tíma í að læra inn á. Hann gerði þá samlíkingu að WP væri Duplo með stórum einingum sem hægt er að púsla saman á meðan Drupal væri þá tækni-lego í samanburði, þröskuldurinn til að geta byrjað að nota Drupal er talsvert hærri en hjá WordPress, en með nýjustu útgáfu Drupal (v.8+) þá hefur þessi þröskuldur lækkað talsvert.

Ef þú hefur prófað að nota 'advanced custom fields' við gerð WordPress vefsíðu og haft gaman af því, þá jafnast það ekkert á við Drupal þegar það kemur að upplýsinga arkítektúr. Ég get varla beðið eftir að prófa þetta sjálf.