4. önnin á tölvunnarfræði lokið í Háskólanum í Reykjavík, bara stakt námskeið sem ég þarf að endurtaka allan þennan tíma (auðvitað er það stærðfræði tengt!), svo ég held mér gangi alveg ágætlega í náminu með börnunum og lífinu þar á milli.
Er ennþá mjög ánægð með að hafa ákveðið að fara í Vefskólann á sínum tíma, þá áttaði ég mig á því hvað ég vildi læra betur, því ég hafði ekki verið með það á hreinu. En á sama tíma þá er ég frekar fúl yfir því að námið þar var talið of grunnt til að vera metið einhvers virði í Háskólanum í Reykjavík, ekki einu sinni gagnvart þeim áföngum sem voru sambærilegir og væri þá líklegast búin með mörg námskeiðin sem teljast upp í sérsvið Vefþróunnar.
Það var eins og þau sáu bara "oh, þetta er Tækniakademían, ekki þess virði að meta þetta", svo það var ekki einn einasti áfangi frá því námi talið vera jafnvirði neins áfanga í RU, ekki einu sinni fyrir nein af þessum 3ja vikna námskeiðum sem þau troða milli anna... mjög ósátt við það. Núna er ég að fara taka "Nýsköpun og stofnun fyrirtækja", sem ég er nú þegar búin með sambærilegt frá Vefskólanum...
Ef ég hefði áttað mig á þessu, þá hefði ég frekar bara átt að hætta í Vefskólanum um leið og ég áttaði mig á því hvað ég vildi gera, og fara bara beint í Háskólann í Reykjavík, þá hefði ég ekki verið að sóa tveimur heilum árum í nám sem var metið til einskis.
Á þeim tíma, þá var þetta nám að sannfæra mig að það væru einingar á háskólastigi, en við vorum einnig bekkur númer 2 að fara í gegnum þessa nýju námsbraut, svo þetta var nú ennþá að aðlagast. Í dag eru þetta feiningar (sem ég kalla fake-einingar eftir þetta) og námið bara 3 annir, í staðinn fyrir þau 2 ár sem ég fór í gegnum.
Ég er þó komin með auka diplómu og aukalega reynslu á ýmsu veftengdu fyrir allt þetta. Vefskólinn: 2ár, Háskólinn í Reykjavík: 3 ár...
Það er alveg satt að námið í vefskólanum var mjög grunnt í samanburði, nánast allt sem ég hafði lært í javascript þar var þjappað saman í stakt námskeið í RU og lærði samt eitthvað nýtt, mögulega hefði þetta verið flóknara ef ég hafði ekki kynnst þessu fyrirfram hjá Vefskólanum, en ég er ósköp fljót að læra nýja hluti.
Þannig ef einhver hefur áhuga á veftengdu og vill læra það, þá mæli ég frekar með að hoppa bara beinnt upp í háskólann, frekar en að vera fara í gegnum eitthvað millinám, nema þú virkilega hefur tíma til að eyða og vilt taka þessu hægt.
Vefskólinn virkilega gaf manni meiri focus á hönnunar-tengdum hlutum, svo það sjálft er alveg þess virði, en restin, ekki svo mikið, ef maður ætlar sér að fara líka upp í háskólann.
Veit ekki hvernig háskóli Íslands tekur tölvunnarfræði, en veit vara að einhver mældi alls ekki með því, og ég sá ekkert sérsvið fyrir vefþróun þegar ég var að spá í þessu, þess vegna endaði ég upp í Háskólanum í Reykjavík, og er bara mjög sátt við mig þar (fyrir utan það að upplifa svo mikla endurtekt í tilteknum áföngum tengda sérsviðinu, eins og ég hef nefnt).