Tardis Teppi og töskur

Í sumar hef ég eytt frekar miklum pening á stuttum tíma til að prufa nýtt hobbí, bútasaum. Keypti mér mína fyrstu saumavél (Pfaff Select 3.2) upphaflega í sumar til að klára sauma hrafna grímuna mína, en seinna vildi ég prufa bútasaum/quilting, svo ég fór og keypti mér skurðarmottu, snúnings skurðarkníf, sérstaka reglustriku og efni. Þetta byrjanda sett var frekar dýrt en það er fjárfesting, sérstaklega mottan sem lagar sjálfan sig eftir að maður notar knífinn á henni ("self healing" eins og það kallaðist).

Fyrsta verkefnið var að búa til bútasaums rúmteppi af Tardis ("geimskipið" úr Doctor Who þáttunum) eftir að ég bjó til hönnunina sjálf. Er að leggja lokahönd á það með því að sauma það saman  við fóðrið og bak-efnið.

Þar á milli fór ég að sauma mér tösku til að geyma allt saumadótið mitt í eftir sniði sem kallaðist bionic gear bag, endaði með að búa til tvær sem eru virkilega flottar og verð betri með hverri tilraun.

Ég væri til í að búa til svona töskur fyrir aðra á 8000kr og þið gætuð fengið að ráða litavalinu (versla bómullar bútasaumsefni hjá Virka)