GuineaPig DokuWiki!

You all should know that the purpose of my studies at Reykjavik University is to be able to make the best localized information website about guinea pigs! There is such a lack of information that has been translated and easily available, so I had alot of fun creating such a source of information because of my web related hobbies.

Have been considering trying out DokuWiki as a base for the information, since it's a wiki that does not require a database (I do have a database, but it just feels like such a small sized project to require a database to store the information, it is currently just pure html and php pages, my first attempt at playing with the modularity of php at the time, having the header as and footer as something I could import).

The formatting syntax seems to be a hybrid of what you'd expect on mediawiki and discord.

Update

I found a very handly program (provided by dokuwiki) that allows you to transform html into dokuwiki syntax, which made it a whole lot easier to convert my website into a dokuwiki.

You can also embed HTML code into the pages, but it's disabled by default (then it just shows you the code instead of rendering it).  This let me keep my more complex tables from the original, and even add a style tag. Was having bit of trouble importing javascript to use (for sortable table), so that's out for the moment.

Found a nice template (theme) that mimics the Vector theme from mediawiki, the html structure was a bit odd (I was trying to adjust the style a bit for myself), so I resorted to simply using CSS grid to put everything where I wanted in the layout, this allowed me to easily move things around to create a responsive theme. Haven't fine tuned it further.

But this update to the grisanaggar website makes it easier to add new information and change it, provides a search feature for words, and I could even let other people have accounts to edit the content to keep things updated.  The easy inter-wiki links also makes things very nice and connected, don't have to think about where the page is located in my folder structure, just link to it's name.

The website was previously my first experiment with PHP to import headers and footers, the body of the pages was just pure html. So it was a very static website.

First impression of DokuWiki

I really like the simplicity of how it just has directories as namespaces, and you just reference them in a similar manner as you would with mediawiki. All pages would be in the 'pages' directory, and any sub directories there are extra namespaces, the 'wiki' directory would be referenced 'wiki:pagename'

The headings are a bit backwards, '====== heading ======' would be h1, '== heading ==' would be h5 (the lowest you can go with the doku syntax). I see no reason why they had to be so backwards, but I guess there is no changing that now.

Making a bullet list is annoying, it wasn't until I used the html to dokuwiki converter that I figured out what I was doing wrong. You have to have exactly 2 spaces before the * in order for it to convert to a bullet point, and for sub-bullets you just add further 2 spaces and so on. Simple enough, but I really wanted it to just be more like how markdown did things.

The ability to embed html and php code directly is neat, but as I mentioned, it's disabled by default

Overall, it's a super nice little wiki that stores things as files instead of on a database, but still manages to keep track of changes done to articles through the website (if you are editing the files through ftp, then it just counts as a external update and kind of clears the history).  You might not notice that you weren't working on a mediawiki when editing content on the dokuwiki if you have the Vector theme on, heh.

I like having the control of all the content being files, it makes it simpler to backup and store the whole wiki, perfect for little projects like this translated guinea pig info site, and you can actually add plugins/extensions to add features such as the imagebox to get a nice frame and caption on the images (exactly like mediawiki), and the gallery plugin that just lets you link to a specific media folder and it just shows you the thumbnails of everything within that folder.

Naggrísirnir okkar

Við höfum ákveðið að láta frá okkur naggrísina eftir mörg ár sem eigendur, svo mér datt í hug að skrifa smávegis um reynsluna því við höfum lært margt í gegnum tíðina og var það skemmtileg reynsla.

Upprunalega hafði ég sýnt áhuga á að eiga gælurottur en uppgötvaði að það væri ekki kostur á Íslandi og taldi naggrísi vera því sem næst að vissu leiti. Eiginmaðurinn (áður en við giftumst) minnti mig á þennan áhuga seinna og ég fór að kynna mér málin í það ítrasta og við enduðum á því að finna tvær stelpur til sölu á sölusíðu Bland. Með þeim fylgdi lítið búr (45x70cm) sem þær deildu, Fjóla eyddi mestum tíma falin undir Rósu við byrjuðum á því að búa til einskonar pall til að auka flatarmál búrsins fyrir þær sem þær væru fljótar að hoppa upp á og lítið heimagert klósetthorn. Á pallinum fengu þær að borða matinn sinn.

Við vissum auðvitað að við þurftum að bjóða þeim upp á stærra svæði og byrjuðum á því að kaupa "nagdýragirðingu" og plastdúk til að prófa okkur áfram í heimagerðu búri/leiksvæði. Næst pöntuðum við nælondúk sem átti að vera gert fyrir girðinguna sem við áttum. Við fengum fyrst of stóran dúk (sem var gerður fyrir kanínu/hvolpa gerði) sem var í raun fullkomin stærð og ákvæðum að borga mismuninn og kaupa fleirri girðingar til að loka hringnum. Þarna varð "sirkus ferðabúrið" til, sem hægt var að taka saman og taka með sér. Fyrst var það eingöngu notað fyrir leiktíma, en var að lokum aðal búrið þeirra.

  • Sumarið 2013: fengum Rósu og Fjólu
  • Mars 2015: fengum Hríslu, Lady (Ljúfan) og Zappa
  • Maí 2015: Rósa dó vegna nýrnabilunar
  • Des 2015: Lady lifði af heilablóðfall
  • Maí 2016: Zappa var geldur, allt fór vel
  • Sept 2017: Zappa karlinn dó
  • Nov 2017: Fjóla svæfð vegna nýrnabilunar

Núna eru þær bara tvær eftir, Lady og Hrísla.

Edit: Það þurfti að svæfa Lady vegna æxlis á mjólkurkirtlum, Það var ekki langt frá því

Indverskar kanínur

Það er frekar fyndið hvernig hlutir þróast þegar fólk tekur skilaboðum bókstaflega eða misþýðir hluti.

Við vorum í matarboði hjá Cesari, góðum vini Benna sem er upprunalega frá mexíkó en reynir sitt besta til að tala og skilja íslensku og gengur alveg ágætlega að mínu mati. Hann og konan hans fylgjast með okkur á facebook og héldu einu sinni bókstaflega að við vorum orðin að foreldrum þegar þær sáu skilaboð á veggnum hans Benna sem móðir hans hafði skrifað "hérna eru myndir af nýju barnabörnunum" og tengdi við það myndir af naggrísunum sem við vorum þá nýbúin að eignast. Auðvitað vildu þau líka óska okkur til hamingju með "börnin" en voru ekki alveg að fatta að þetta voru gæludýr en það var gaman að því þegar þetta var komið á hreint.

En þá þurfti maður að reyna útskýra hvernig dýr þetta væri, vegna þess þau héldu að þetta væru hamstrar og við vissum ekkert hvað þetta kallaðist á spænsku og þau skildu ekkert hvað "guinea pig" væri. Svo Benni tekur upp símann og skrifar inn "translate guinea pig spanish" og út kemur einhver texti á spænsku sem Cesar þá útskýrir að þýðir "Kanínur frá Indía" sem var engu nær.

 

Það er frekar fyndið hvernig hlutir þróast þegar fólk tekur skilaboðum bókstaflega eða misþýðir hluti.

Við vorum í matarboði hjá góðum vinum sem eru upprunalega frá mexíkó. Þau hjónin fylgjast með okkur á facebook og héldu einu sinni bókstaflega að við vorum orðin að foreldrum þegar þær sáu skilaboð á veggi kærastans sem móðir hans hafði skrifað "hérna eru myndir af nýju barnabörnunum" og tengdi við það myndir af naggrísunum sem við vorum þá nýbúin að eignast. Auðvitað vildu þau líka óska okkur til hamingju með "börnin" en voru ekki alveg að fatta að þetta voru gæludýr en það var gaman að því þegar þetta var komið á hreint.

En þá þurfti maður að reyna útskýra hvernig dýr þetta væri, vegna þess þau héldu að þetta væru hamstrar og við vissum ekkert hvað þetta kallaðist á spænsku og þau skildu ekkert hvað "guinea pig" væri. Þá tekur kærastinn upp símann og skrifar inn "translate guinea pig spanish" og út kemur einhver texti sem við fengum að heyra þýddi í raun "Kanínur frá Indía" sem var engu nær.

Ný myndavél og lúsugir naggrísir!

Ég keypti mér nýja myndavél nýlega, í raun fyrstu góðu myndavélina sem ég hef átt: Sony a5000.

Hef verið að nýta mér hana til að taka myndir af naggrísunum mínum og öðrum hlutum svo ég gæti látið flottar myndir fylgja þeim greinum sem ég skrifa um naggrísi, vegna þess að ég hef verið að búa til lítið svæði hérna á vefsíðunni minni með góðum upplýsingum um þessi gæludýr. Endilega skoðið það ef þið hafið áhuga á naggrísum. En hef verið frekar upptekin á heimilinu við að reyna gera allt á sama tíma: taka til, skrifa um naggrísi, þvo þvottinn á fullu. Það uppgötvaðist nefnilega lús/flösu-maur á naggrísunum sem ég hef verið að passa síðan 2. mars, og þurfti að sótthreinsa allt og þrífa áður en ég gaf þeim meðal til að drepa þessi sníkjudýr, setti þær einnig í bað til þess að vera alveg örugg. Ætla mér að skrifa nánar um það í öðrum pósti bráðlega, og auðvitað munu vera flottar myndir.

Smá fréttir af þessum nýju húsgestum:

Zappa

Zappa (karlinn) er með of mikið kalk í líkamanum, er ennþá að pissa hvítu síðan ég fékk hann í hendurnar, og ég hef varla verið að gefa honum þurrmat (sem er ráð til þess að takmarka kalk-inntöku). Þarf bara drekka miklu meira vatn en hann hefur verið að gera, vona að það skoli það úr honum áður en hann mögulega fer að fá nýrnasteina. Það fylgdi þeim fullt af gæludýra nammi, gæti verið sökudólgurinn: annað þeirra var í raun ískex með ávaxta-kremi í miðjunni og inniheldur mjólk og sykur, rosa gott á bragðið fannst mér fyrir utan fituna sem festist í gómnum á manni. Hitt voru einskonar jógúrt-dropar. Ég vil minna fólk á að vera ekki að gefa naggrísum svona, þetta er oft hæft til að vera nammi handa mannfólki.

Stronghold (selamectin), lyf gegn sníkjudýrum

Fann síðan lús/flösu-maur á honum, sem var ekki spennandi uppgötvun vegna þess það þýddi að allir 5 grísirnir væru núna mögulega með lús. En ég fékk að vita að lyfið sem maður notar til þess að aflúsa þær er hægt að taka með heim og gera þessa meðferð sjálf, alveg snild. Samt tók ég sökudólginn með mér til að læknirinn gæti staðfest hvaða lyf ég þurfti. Hún lét mig hafa þessar krúttlegu litlu 15mg túpur sem virkuðu á tvo grísi hver, setur það bara í hársvörðinn á hnakkanum. Þurfti samt að vikta alla naggrísina og fattaði að hún Rósa mín er heilum 200g léttari en restin og þurfti dropanum færri af lyfinu.

skrítinn vöxtur á nefinu

Það er síðan skrítinn vöxtur á nefinu á einni stelpunni, sem minnir mig bara á einskonar vörtur sem mynduðu lóðrétta rönd á nefinu á henni. Fór auðvitað að rannsaka það á netinu og uppgötvaði að fólk er að kalla þetta "fungal nose stripe" og enginn vissi af hverju þetta birtist. En það var samt hughreystandi að þetta væri ekki smitandi og angrar ekki naggrísinn, þetta bara er þarna og ekkert hægt að gera í því (fólk hefur reynt allskonar hluti og sveppa-lyf).

Fyrir utan þetta þá hafa þeir það alveg æðislega gott. Stelpurnar allar orðnar að bestu vinkonum og strákurinn fær stöku sinnum að hanga með þeim (með ströngu eftirliti auðvitað) sem honum finnst alveg ótrúlega gaman þótt að stelpurnar eru ekki alveg á sama máli. Þær hafa það sjálfsvarnar viðbragð að reyna sprauta smá pissi framan í karlinn þegar hann er of ágengur. Þurfti að búa til smá pissu-vegg til að verja veggfóðrið hjá mér út af þessu. Fjóla var bara allt of tilbúin til að sprauta á hann, gaurinn þurfti ekki einu sinni að koma við hana. En hann var að skemmta sér alveg konungslega og fær ágæta hreyfingu út úr þessu (og stelpurnar þá líka).