Samskiptar Örðuleikar í starfi

Vildi bara aðeins skrifa um afhverju ég hætti hjá Nóatúni, á meðan ég man.

Ég sagði upp vegna "Samskiptar örðuleika" eins og vinnumálastofnun flokkaði það og kláraði uppsóknarfrestinn í Janúar (sem þýddi að ég hafði unnið akkúrat 3 ár slétt hjá þeim).

Mér hefur alltaf líkað við Nóatún, góðar minningar síðan ég var hjá Nóatúni í Mosfellsbæ áður en það lokaði og færði starfsfólk yfir í nýju Krónu búðina þar sem var sú stærsta á landinu þá (er hún það ennþá?) og var vaktstjóri þar, en hætti þar af tveimur ástæðum: drama við annan starfsmann sem ég vildi ekki sjá eða koma nálægt lengur og ég ætlaði að fara aftur í skólann. En þegar ég ákvað að byrja vinna aftur (tók skólann í lotum þá) þá var engin laus staða hjá Nóatúni sem var í næsta nágreni, svo ég hóf störf hjá Bakaríinu sem var þar hliðina á. Eftir kanski tvö ár þar (hef aldrei verið góð með tímaskyn) þá sótti ég um í Nóatúni og færði mig yfir, var alveg komin með ógeð á bakaríinu vegna þess hvernig vinnuhópurinn var orðinn, aldrei neinn sem bar ábyrgð á staðnum, allir verslunarstjórar hættu eftir stutta stund og meirihlutinn gelgjur (Mér var ekki borgað til að bera þá ábyrgð sem lagt var á mig, eins og ég var einhver ókeypis vaktstjóri sem hélt staðnum saman, fólk var aldrei með lykla og hrindu í mig á kvöldin).

En það er sérstakt þegar maður hefur unnið nógu lengi hjá einhverju fyrirtæki að maður getur séð hvernig hlutir hafa þróast yfir það tímabil, þegar maður er orðinn einn af þeim fáu sem eru til staðar á meðan fólk kemur og fer í kringum mann. Og stundum vonar maður að það er tekið mark á því á að maður er til staðar, góður starfsmaður. En eftir það langan tíma þá er það tekið sem sjálfsagður hlutur, að maður sé hérna og hægt að treysta manni. Maður verður langþreyttur í þannig stöðu af því það er ekki tekið mark á manni, bókstaflega sagt manni að "ekki skipta þér af".

Það þarf tilbreytingu í starfi þegar þetta er komið á það stig, og ég tók því fagnandi hendi þegar verslunarstjórinn kom til mín og bauð mér að vera í kjötafgreiðslunni (það er eins og allt önnur deild frá kassaafgreiðslunni) með mánaðar fyrirvara. Þegar ég sagði að ég væri til í þetta þá réð hún annan starfsmann til að þjálfa á kassanum, og færði vaktirnar mínar til að vera í takt við það sem ég yrði að gera í kjötafgreiðslunni (morgun vaktir, byrja kl8, búin fyrr á daginn, var að fíla það). Tíminn leið og ég var frekar spennt, sagði öðru starfsfólki frá því að ég yrði færð, en ég færi auðvitað ekki langt því það var innan verslunarinnar á staðnum.

Þegar komið var að því að færa mig yfir á kjötafgreiðsluna þá sagði verslunarstjórinn að það yrði að bíða í viku, og svo tvær vikur... Maður komst líka að því að nýji kassa starfsmaðurinn gat ekki unnið á þeim tímum sem ég hafði upprunalega vegna þess að hún þurfti að sækja krakka á leikskóla. Ég skildi ekkert í því að það væri að ráða fólk til að vinna vaktir sem það gat ekki unnið. Örugglega partur af þessum "samskiptar örðuleikum" ef út í það er farið.

Svo var loksins komið að því að ég átti að byrja í kjötafgreiðslunni, 6 vikur síðan hún sagði mér frá því. En þá kemur verslunarstjórinn að mér með og segjist hafa slæmar fréttir: hún er búin að ráða annan starfsmann í kjötafgreiðsluna (sem kemur úr annari verslun innan fyrirtækisins) og ég á að færa vaktirnar mínar aftur á upprunalega tíma. 6 vikur er langur tími til að gefa til kynna að einhvað sé að breytast, en að koma á síðustu stundu og segja "Nei, þú færð ekki stöðuna, farðu aftur til baka á þinn stað" er ekki gott. Þetta kom mér í uppnám. Ég átti að fara á upprunalega vaktartímana af því að nýji starfsmaðurinn gat ekki unnið þá tíma, og ég átti að sýna tillitsemi (bókstaflega hvað verslunarstjórinn sagði).

Ég gat enganveginn talað við verslunarstjórann, ég reyndi, en hún tók mér aldrei alvarlega. Hún gaf mér einhverja ræðu sem sagði mér að ég væri góður starfsmaður og hún vildi ekki missa mig úr starfi, hljómaði næstum æft og tilfinningarlaust, bara til að fá mig úr skrifstofunni og til að hætta að pæla í að hætta. Svo auðvitað sagði ég upp innan við viku eftir að þetta gerðist.

Af því ég hafði unnið svo lengi hjá þeim þá þurfti ég að vinna uppsóknarfrestinn, þá var maður ennþá þarna, og það er rosalega auðvelt að gleyma afhverju maður ætlaði að hætta þegar maður er í reglulegri rútínu, að allt sé eins og það var áður fyrr og ekkert breyst. En verslunarstjórinn fór að gera grín að mér fyrir framan annað starfsfólk og viðskiptavini "Hún er að hætta af því hún finnst ég svo leiðinleg" segjir hún með glott á andlitinu, reyna gera lítið úr mér og setja orð í munn mér sem ég sagði aldrei. Þetta gerði það bara að verkum að ég sá ekki eftir uppsögninni minni. Og þegar leið á síðasta vinnudag þá tekur hún í höndina á mér og þakkar samstarfið. Hún spurði mig aldrei hvort ég væri viss um að ég vildi segja upp, það voru vaktstjóranir og annað starfsfólk "ertu í alvörunni að hætta, ertu alveg viss? það verður leiðinlegt að missa þig" en það sagði verslunarstjórinn aldrei, af því hún er augljóslega með mikla "samksiptar örðuleika". Þegar maður getur ekki lengur treyst verslunarstjóra til að taka sér alvarlega og bara gert grín að manni, þá er það strax ekki gott.

Rétt áður en ég hætti þá uppgötvaði ég að ég hafði verið á röngum launum í lengri tíma og bað þá að leiðrétta það, en þeir leiðréttu það bara að hluta til. Ég varð að fara til VR til að fá þá til að fara eftir Kjarasamningi um "áunnin réttindi" þar sem ég hafði unnið hjá fyrirtækinu áður þá átti það að teljast með þegar reiknað er hversu lengi ég hafi unnið hjá fyrirtækinu í heildina. "Svona túlkum við það" sögðu konurnar á skrifstofunni, en það er ekkert til að túlka, samningurinn er eins og hann er. Og seinna þá fatta ég að þau gleymdu að senda skattkortið mitt til vinnumálastofnun svo það var verið að taka fullann skatt af mér "Oops". Af hverju líður mér eins og öllum er alveg sama þarna í yfirstjórninni. Það er erfitt að vera "andlit fyrirtækis" þegar fyrirtækinu er sama.

Er að spá í að fara aftur í skóla, læra vefsíðustjórn/forritun fyrir vefsíðugerð. Kann margt af því á eigin spýtur en í nútíma samfélagi þarf maður að hafa plaggatið sem sannar að maður getur það nema maður hefur einhverjar tengingar við fólk sem getir ráðið mann án þess....