Dagarnir fara framhjá manni þegar maður er í starfi sem sýnilega tekur allan daginn frá manni, nema ég fari að vakna um 7 eða 8 á morgnanna til að gera eitthvað af viti umfram vinnutíma. Og viti menn, nokkrir dagar af því að vakan svo snemma lengir vikuna sem flýgur framhjá manni annars.
Í dag eftir vinnu, eða í raun þegar vinnunni lauk kemur kærastinn og sækir mig, rosa sætt af honum fyrst það er farið að frysta, og niðamykur úti um það leyti. En við förum ekki heim, heldur í bíó til að sjá myndina "Immortals" sem er alveg fjandi góð mynd, sérstaklega til að sjá á meðan hún er enn í bíóhúsum.
Þegar myndin var búin og við komin inn í bílinn, þá minnir hann mig á að við höfum verið saman í 4 heil ár, afskaplega líður þetta hratt, og eins og alltaf þá tekst honum að koma mér á óvart, sem er í raun afskaplega auðvelt að gera þegar ég á í hlut. En þetta er svo æðislegt. Og svona mun þetta halda áfram þar til ég get ekki lengur talið árin með fingrunum, því þetta endist að eilífu <3
En ég segji það satt, Immortals er rosalega góð mynd til að sjá í kvikmyndahúsum. Ég tengdi sýnishorn af myndinni í þessum póst.