Hef ekkert gott að segja um Tölvulistann, lágt verð er ekki einu sinni þess virði til að fara þangað. Í gegnum árin höfum við upplifað lélega þjónustu, og það virðist ekkert vera skána.
Núna virðist vefverslunin þeirra vera algjört rugl, þú getur ekki treyst ef það segjir að varan sé til í verslun eða vefverslun, jafnvel ef þú sérð að staðan breyttist. Þú borgar fyrir vöru sem er ekki til, og færð endurgreitt einhverntímann í vikunni þegar bókhaldið kemst í það.
Ég mæli engan veginn með því að vera í viðskiptum við þessa verslun, myndi borga meira annarstaðar frekar en að vera gefa þeim pening. Slysaðist til að gefa þeim pening þarna því það er erfitt að finna skjákort í dag, sé strax eftir því.