Flotta íbúð þarf samt að bæta

Mér líkar svo afskaplega vel við okkar fyrstu íbúð og hún var á fínasta verði. En alltaf eftir að maður flytur inn fer maður að sjá þann lélega frágang og enda sem eru ekki augljósir ef maður er ekki að leita að þeim, tími til að hnýta þessa lausu enda og fínpússa hluti. Ég skal endilega telja upp stærstu verkefnin sem maður ætti að takast á við.

Baðherbekið

badherbekid_badkersturtan

Furðulegt að maður tók ekki eftir þessu þegar maður skoðaði íbúðina. Sturtan var líka beint fyrir ofan þessi blöndunartæki svo vatnið færi niður meðfram í gegnum bilið. Við vorum fljót loka fyrir þetta með svörtum plastpokum, og svo kaupa okkur nýja L-laga sturtuslá sem kom í veg fyrir að vatn gæti farið þarna niður, og settum upp nýja sturtu á öðrum vegg. Þetta svæði ætti nú að vera þurrt. En pípurnar sem standa út úr veggnum eru farnar að losna svo ef maður ýtir á blöndunartækin (þegar maður ýtir á takkan til að láta renna í baðið) þá gefa þau eftir.

Hugmyndin var að byggja þarna kassa til að loka gapinu sem blöndunartækin gætu stuðst við.

Rafmagnstaflan

rafmagnstaflan

Svona er hún inn í fataskápnum á ganginum hjá okkur. Við þurftum að endurskrifa hvaða rofi stjórnar hverju vegna þess að allar upplýsingarnar voru á hvolfi af einhverjum ástæðum. Við erum núna með fjöltengi í stofunni sem við slökkvum alltaf á (eitt við tölvurnar, annað við sjónvarpið), og það eitt að kveikja á fjöltenginu fyrir tölvurnar getur slegið út öryggið fyrir stofuna+baðherbeki, en það er mjög óregglulegt.

Svo eru rosalega nett loftljós meðfram þremur veggjum í stofunni sem voru með dimmara, en þau biluðu mjög fljótt eftir að við fluttum inn. Maður var jafnvel í smá veseni með að tengja nýja loftljósið úr miðju loftinu vegna snúruflækjunnar inn dótinu þarna í loftinu sem voru augljóslega útfrá hinum ljósunum.

Eldhúsið

skrufur

Eldhúsið er kanski ekki jafn mikil nauðsyn og hin atriðin, en reddingar sem hafa átt sér stað eru vægast sagt ljótar að sjá inn í skápunum. Of stórar skrúfur hafa verið notaðar og standa út, og sumar voru afskornar svo þær voru hættulega beittar. Svo pirrar viftan mig svolítið fyrir ofan eldavélina, innréttingin hefur ekki verið plönuð með hana í huga svo hún er óþægilega lágt niðri og skermurinn laflaus og fyrir manni.

Maður setur bara nýtt eldhús á óskalistann.. heh.