Journal, Dagbók, Blogg? Vinir og ókunnugir á víð og dreif.

Ég hef ekki verið dugleg að skrifa neitt á íslensku í þessa net-dagbók mína, ætti nú frekar að vera mánaðar-dagbók í það mesta miðað við hversu oft (eða sjaldan) ég hef verið að uppfæra síðuna mína. Aðal ástæðan er að ég tók síðuna niður á tímabili fyrr á árinu, en hef nú ákveðið að koma henni aftur up og til að halda mér við efnið hef ég keypt 3 ár í áskrift. Mér finnst gaman af því að þeir sem hýsa síðuna eru staðsettir á Íslandi, þannig að í raun ætti að vera frítt fyrir íslendinga á landinu að skoða hana (í samband við niðurhal á innihaldi hennar) og auk þess er hún afskaplega ódýr. Ég mæli eindregið með því að þeir sem hafa áhuga á að hafa sína eigin heimasíðu fyrir sig sjálf eða jafnvel fyrirtæki að athuga þetta (1984.is). Það er auðvitað meira frelsi að hafa sína eigin síðu en að vera partur af frívef sem bíður upp á þjónustuna, í samband við virkni og útlit bloggsins t.d.

En það er ekki það sem ég vildi segja, það er ekki eins og ég eigi von á að margir lesi þetta hjá mér, "vina-listinn" minn hefur alltaf verið stuttur og gamlir kunningjar detta af honum ansi oft. Ég tek eftir því af því að livejournal sendir mér email þegar fólk tekur þig af þessum svokallaða vinalista. Ég við helst kalla þannig fólk kunningja, þú átt það til að þekkja margt fólk sem er vinarlegt en varla talist góður vinur. Manneskur eru félagsverur og njóta félagskap vina jafnt sem ókunnugra, en þessir ókunnugir þurfa ekki að vera óvinir þótt þeir séu ekki vinir. En allir eru vinir í dag bara fyrir það eitt að hafa búið í sama bæ, það segjir fésbókin, en ég hef tekið eftir, þótt að ég sé nú sjaldnast á fésinu (það er það fyrsta sem ég gleymi að athuga yfir höfuð) að þeir hafa gert þessa 'vini' nákvæmari. Allir kunningjar og ókunnugir þurfa að vera 'vinir' til að geta haft nokkuð með þig að gera, en nú getur þú flokkað þessa vini niður í nánari hópa sýnist mér.

En fyrst ég er nú sjaldan á facebook, var að komast í það á tímabili en svo datt áhuginn á því. En ég vil samt vera tengt á einhvern hátt, ég hef gaman af því að heyra frá öðru fólki, vinum jafnt og ókunnugum, þegar ég við álit á einhverju. En ekki svo fáranlega opinbert. Þetta wordpress blog sem ég hef sett up gefur mér þann möguleika að fela síðuna frá google, þú getur ekki vonast til að google vísi þér á mig hérna á síðunni minni þegar ég skrifa. En fólk getur komist inn á síðuna eins og venjulega, með því að fara í gegnum linka sem vísa á hana. Gaman að google þarf ekki að vera opinbera allt sem maður skrifar þegar þú vilt t.d. hafa þetta frekar sem dagbók/journal en blog. Þó ég hef tekið eftir því að "journal" hefur ekki gott orð á íslensku. dagbók er allt annað, það er "diary", persónuleg prívat og oftast bara fyrir þig að rifja up hvað þú hefur gert og ætlar að gera. Þó að sumar dagbækur eru meira ópersónulegar, þá er "journal" frekar eins og blanda af dagbók og fréttum, að segja frétt frá þínu áliti og þínum raunum sem eru ekki beint persónulegar og prívat, því að þannig týpa af skrifum er beint út á við, til að fá álit eða deila áliti. Blog er skrítið orð, en ég giska að bloggari jafngildir "journalist" stundum... kanski.

En hvað með það. Mér fannst það bara góð hugmynd að skrifa á íslensku, því stundum viltu ekki hafa aðeins kunningja hinumegin á hnettinum sem eru varla vinir í raun, að þeir væru þeir einu sem lesa þetta og það sem eftir kemur. Ég vona að ég komist í gírinn og skrifa eitthvað reglulega, og jafnvel á íslensku. Gerir þetta dýpra og gagnlegra, og sýnir mér hversu léleg eða góð ég var í stafsettningu :Þ