Við höfum ákveðið að láta frá okkur naggrísina eftir mörg ár sem eigendur, svo mér datt í hug að skrifa smávegis um reynsluna því við höfum lært margt í gegnum tíðina og var það skemmtileg reynsla.
Upprunalega hafði ég sýnt áhuga á að eiga gælurottur en uppgötvaði að það væri ekki kostur á Íslandi og taldi naggrísi vera því sem næst að vissu leiti. Eiginmaðurinn (áður en við giftumst) minnti mig á þennan áhuga seinna og ég fór að kynna mér málin í það ítrasta og við enduðum á því að finna tvær stelpur til sölu á sölusíðu Bland. Með þeim fylgdi lítið búr (45x70cm) sem þær deildu, Fjóla eyddi mestum tíma falin undir Rósu við byrjuðum á því að búa til einskonar pall til að auka flatarmál búrsins fyrir þær sem þær væru fljótar að hoppa upp á og lítið heimagert klósetthorn. Á pallinum fengu þær að borða matinn sinn.
Við vissum auðvitað að við þurftum að bjóða þeim upp á stærra svæði og byrjuðum á því að kaupa "nagdýragirðingu" og plastdúk til að prófa okkur áfram í heimagerðu búri/leiksvæði. Næst pöntuðum við nælondúk sem átti að vera gert fyrir girðinguna sem við áttum. Við fengum fyrst of stóran dúk (sem var gerður fyrir kanínu/hvolpa gerði) sem var í raun fullkomin stærð og ákvæðum að borga mismuninn og kaupa fleirri girðingar til að loka hringnum. Þarna varð "sirkus ferðabúrið" til, sem hægt var að taka saman og taka með sér. Fyrst var það eingöngu notað fyrir leiktíma, en var að lokum aðal búrið þeirra.
- Sumarið 2013: fengum Rósu og Fjólu
- Mars 2015: fengum Hríslu, Lady (Ljúfan) og Zappa
- Maí 2015: Rósa dó vegna nýrnabilunar
- Des 2015: Lady lifði af heilablóðfall
- Maí 2016: Zappa var geldur, allt fór vel
- Sept 2017: Zappa karlinn dó
- Nov 2017: Fjóla svæfð vegna nýrnabilunar
Núna eru þær bara tvær eftir, Lady og Hrísla.
Edit: Það þurfti að svæfa Lady vegna æxlis á mjólkurkirtlum, Það var ekki langt frá því