Það er frekar fyndið hvernig hlutir þróast þegar fólk tekur skilaboðum bókstaflega eða misþýðir hluti.
Við vorum í matarboði hjá Cesari, góðum vini Benna sem er upprunalega frá mexíkó en reynir sitt besta til að tala og skilja íslensku og gengur alveg ágætlega að mínu mati. Hann og konan hans fylgjast með okkur á facebook og héldu einu sinni bókstaflega að við vorum orðin að foreldrum þegar þær sáu skilaboð á veggnum hans Benna sem móðir hans hafði skrifað "hérna eru myndir af nýju barnabörnunum" og tengdi við það myndir af naggrísunum sem við vorum þá nýbúin að eignast. Auðvitað vildu þau líka óska okkur til hamingju með "börnin" en voru ekki alveg að fatta að þetta voru gæludýr en það var gaman að því þegar þetta var komið á hreint.
En þá þurfti maður að reyna útskýra hvernig dýr þetta væri, vegna þess þau héldu að þetta væru hamstrar og við vissum ekkert hvað þetta kallaðist á spænsku og þau skildu ekkert hvað "guinea pig" væri. Svo Benni tekur upp símann og skrifar inn "translate guinea pig spanish" og út kemur einhver texti á spænsku sem Cesar þá útskýrir að þýðir "Kanínur frá Indía" sem var engu nær.
Það er frekar fyndið hvernig hlutir þróast þegar fólk tekur skilaboðum bókstaflega eða misþýðir hluti.
Við vorum í matarboði hjá góðum vinum sem eru upprunalega frá mexíkó. Þau hjónin fylgjast með okkur á facebook og héldu einu sinni bókstaflega að við vorum orðin að foreldrum þegar þær sáu skilaboð á veggi kærastans sem móðir hans hafði skrifað "hérna eru myndir af nýju barnabörnunum" og tengdi við það myndir af naggrísunum sem við vorum þá nýbúin að eignast. Auðvitað vildu þau líka óska okkur til hamingju með "börnin" en voru ekki alveg að fatta að þetta voru gæludýr en það var gaman að því þegar þetta var komið á hreint.
En þá þurfti maður að reyna útskýra hvernig dýr þetta væri, vegna þess þau héldu að þetta væru hamstrar og við vissum ekkert hvað þetta kallaðist á spænsku og þau skildu ekkert hvað "guinea pig" væri. Þá tekur kærastinn upp símann og skrifar inn "translate guinea pig spanish" og út kemur einhver texti sem við fengum að heyra þýddi í raun "Kanínur frá Indía" sem var engu nær.