Ég held að hann Ívar minn veit að ég er að læra forritun, og að það þýði að ég geti búið til leiki.
Á leiðinni heim spurði hann Ívar mig "hvað gerir þú í tölvunni þinni? ertu búin að gera leik fyrir mig?" og hélt svo áfram að lýsa leiknum sem hann vildi að ég myndi búa til.
- Aðalpersónan er Eldgosdreki sem heitir Snúbbí.
- Hann á heima í vatni og syndir þar ofan í vatni.
- Hann spýr eldingum, eldgos eldingum.
- Hann borðar kjöt úr hundum
- nei, það á ekki að vera kjöt úr hundum, það er kjöt af dánum köllum sem eru orðnir að vélmennum.
- Hann mun safna styttum, og dublo, og öðru flottu sem hann leikur sér með
- Hann á 5 afskektar eyjur
- Þessar eyjur eru næstum því allar saman, en þær eru ekki allar saman.
- Þegar hann fer að uppskera eyjuna, þá fær hann candyfloss og alla ísana, nema kúkaísinn (sem er ís með kúki ofaná)
- Hann elskar allan ís, nema kúkaís, sem er ís sem hefur kúk...
- Hann þarf líka að safna lyklum
- Það verður líka kista full af gulli sem hann þarf að finna til að fá fullt af candyfloss.
"Hvenær verður leikurinn minn tilbúinn"