Teiknitöflur: Wacom Intuos: Creative Pen & Touch

Nöfnin á þessum Wacom töflum geta verið svolítið ruglingslegt ef maður hefur verið að pæla í Intuos töflunum þeirra vegna þess að þeir voru að breyta nöfnum á vörunum sínum. Gamla "Bamboo" taflan sem er gerð fyrir byrjendur og þá sem þurfa ekki neina rándýra lúxsus teiknitöflu, hún heitir núna "Intuos: Pen & Touch" (það er líka til útgáfa án snerti-skynjara), og gömlu "Intuos 1-5" eru orðnar að "Intuos Pro". Síðan eru þeir með "Cintiq" sem hefur innbygðan skjá í teiknitöflunni.
bobo3

  • Ef þú ert kanski að pæla í teiknitöflum, þá hef ég gott ráð fyrir þig byggt á reynslu: Aldrei kaupa neitt þar sem batteríið er í pennanum! Af hverju? Vegna  þess það veldur ójafnvægi þegar þú heldur á pennanum og þegar þú ert kanski ekki að halda fast utan um pennan þá getur hann dottið úr höndunum á þér vegna þyngdarinnar aftan á honum (þar sem strokleðrið væri) og þessi auka þyngt veldur því að þegar hann lendir svo loksins á gólfinu þá er höggið oftast nóg til að skemma pennan. Ég hef reynslu á þessu, átti tvær rosa ódýrar teiknitöflur ("Trust") fyrst sem penninn skemmdist strax út af þessari lélegri hönnun.
  • Ég hef líka keypt mér HP Slate 500 þegar hún kom fyrst út (var ekki seld hér á landi) sem var í raun frum-útgáfa. En ég var forvitin vegna þess að þetta var með innbygðum snertiskjá og þrýstiskynjandi penna til að teikna með. En batteríið var í pennanum sjálfum sem augljóslega gerði hann þungan, en hann var sterkbygðari en pennarnir sem fylgdu Trust teiknitöflunum svo hann skemmdist ekki við högg. En penninn hætti samt að virka mjög snemma og eftir að hafa fengið pennan skipt út fyrir nýjan þá komst maður að því að það át batteríið eins og skot, ekki var það betra að þetta var AAAA batterí (já, Fjórfalt A sem er eins í lögun og hin batteríin af A týpunni, en aðeins minni) sem var ekki algengt hér á landi svo ég viti. HP Slate sjálfur fór að hegða sér skrítið líka eftir að skjárinn rispaðist aðeins, stundum þá fór "músin" á ferð yfir skjáinn eins og maður væri að snerta allstaðar, sem gerð það að verkum að ekki var hægt að teikna á þessari HP Slate tölvu.

Mæli bara með Wacom eftir allt þetta. Það er ekkert batterí í pennanum sem gerir að verkum að hann er léttur og þæginlegur í höndunum: penninn notar rafmagnið frá töflunni sjálfri þegar það kemur nálægt eða það skilst mér. Wacom eru fremstir á sínu sviði og vörunar þeirra endast lengi (sérstaklega vegna þess þú ert ekki eftir að skemma pennan á sama hátt og þeir sem innihalda batteríið). Gamla Graphite taflan mín virkar ennþá þótt hún sé orðin afskaplega lúin að sjá eftir mörg ár.
En ef við tölum aðeins meira um þessa Intuos: Creative Pen&Touch teiknitöflu, þá verð ég að segja að snúran er mjög stutt (kanski metri á lengd í mesta lagi) en það er ágæt fyrir fartölvur. Það er alltaf hægt að redda framlengingar snúru fyrir USB eða láta tölvutek panta sérstakan "þráðlausan pakka" sem passar við þessa sérstöku teiknitöflu. Sýnist þetta þráðlausa sett nota endurhlaðanleg batterí sem maður setur í hólf aftan á töflunni (það hleðst örugglega með USB tenginu sem fylgir upprunalega). Ég held ég vilji fá þetta þráðlausa sett, það er mjög freistandi þar sem tölvan mín er vinstra megin við mig og ég vil hafa töfluna hægra megin svo snúran er fyrir mér eins og er.

bobo2Veit ekki hvort það tengist því að allt inn í tölvunni minni er í rauninni úrelt (eða alveg á mörkunum) að snerti skynjarinn virkar óstöðugt, en maður tekur bara eftir því ef þú ert að reyna nota það eintómt. Best að nota það með pennanum (snerti skynjarinn slekkur á sér á meðan penninn kemur við flötinn, annars væri allt út um allt). Ég nota pennan eins og mús og snerti flötinn til að færa hluti ("scrolling") sem er þegar maður snertir með tveimur fingrum og dregur niður/upp.

Eins og ég nefndi í fyrri póstinum mínum, þá er ekkert í leiðbeiningar bæklinginum um hvar þessir auka penna-oddar/nibs eru. Þeir eru geymdir innan á miðju lokinu sem þú getur opnað aftan á teiknitöflunni. Var farin að halda að þeir væru týndir eða ekki til staðar. Það var eitt sem mér fannst mjög lélegt, vegna þess að það er hægt að gera leiðbeiningar svo einfaldar að þær verða óskýrar.

  • Myndirnar hérna eru af kettinum Bóbó sem var sofandi á borðinu hjá mér í dag. Teiknað í MSpaint af því mér finnst gaman að nota blýants tólið þar (allavega á nýja MSpaint sem fylgir nýrri útgáfum af Windows)