Þetta er alveg svakalegt, og sérstakt á sama tíma. Ég vona að fag-aðilar viti hvað þeir eru að pakka inn og merkja þegar þeir eru að senda vörur á verslanir, og hvað þá að þeir sem eru yfir grænmetis deildum fyrirtækisins viti hvenær er verið að tala um einn og sama hlutinn undir tveimur nöfnum.
Var á fundi í dag sem átti að tala um starfsemina á afgreiðslu svæðinu og hvernig ætti að þekkja í sundur mismunandi grænmeti sem nú er í boði hjá okkur í versluninni. Höfum alltaf reynt okkar besta að bjóða upp á fyrsta flokks grænmeti og ávexti eftir allt saman, ef fólkið á kössunum þekkir ekki hvað það er að selja þá verður ekkert úr því, verðmunur og annað eins.
Það eru svo margar tegundir af grænmeti og ávöxtum sem eru svo líkt í útliti, eða fólk hefur aldrei þurft að þekkja mun á þessum hlutum. Viltu salat? Kínakál, Lambhaga, Romain, Paksoy, Jöklasalat/Iceberg (sem fólk ruglar oft við hvítkál), Rucola/Klettasalat, Lollo Rosso, Frizze, Endive/Jólasalat, til að nefna nokkar tegundir sem ég get nefnt og þekkt í sundur, þótt öll laufblöð af grænmeti sem er nothæft er kallað salat (Spínat, Klettasalat). Mér finnst það frekar skrítið, ef ekki fyndið, þegar fyrirtæki sem einhæfir sig í salati og kryddjurtum sendir þér stórt magn af Frizze salati, merkt Endive, en núna þegar ég hef aðgang að google hef ég komist að því að "endive" er mjög líkt Frizze salati í útliti, en "belgian endive" er allt öðruvísi í útliti og er það sem við höfum í bókunum sem "jólasalat". Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
En þá er það annað grænmeti sem er að gefa mér almennilegan höfuðverk, því að leita að íslenskum tilvitnunum eða hugtökum á google er mjög takmarkað í mörgum tilfellum. Nípa og Steinseljurót. Ég er staðráðin í að þetta er eitt og sama grænmetið, undir tveimur nöfnum, og margir halda að þetta sé sitthvort grænmetið (fann eina tilvitnun sem sagði að þetta væri líkt, en samt allt annað). Það er auðveldara að sjá hvernig þetta er það sama, með því að lýsa þessu út frá erlendum nöfnum þeirra. Þegar ég sló þetta inn í tölvuna í vinnunni þá fékk ég innan sviga annað erlent heit sama grænmetis eða ávaxtar.
Nípa (parsnip)
Steinseljurót (Parsley Root)
Parsnip/pastinak/Pastinaca
Vissiru að Parsley er Steinselja, og Parsnip er rótin af Parsley, og nafnið "parsnip" er eins og "turnip" þegar það kemur að því að nefna rótargrænmeti, Pars-ley og Pars-nip, Steinselja og Steinselju-rót. Þegar þú leitar að mynd af nípu, parsnip eða parsley root, þá færðu sömu myndirnar og sömu upplýsingarnar. Hef ég hitt naglan á höfuðið, að við erum að selja einn og sama hlutinn undir tveimur nöfnum á sitthvoru verði og enginn getur svarað fólki þegar það spyr "hvað er þetta" eða "hvort er hvað?" Eða veit wiki-pedia ekkert? Að mínu mati staðfestir það aðeins málið.