Netflix úrvalið

Það er allavega farið að aukast í úrvalinu sem er með íslensku tali... það er eins og þeir haldi að við séum í rauninni Damörk, því nánast allt þarna inni finnst með dönsku tali þegar það kemur að barnaefni.

Úrvalið af íslensku efni á Netflix á augnablikinu, já þetta er allt, passar allt á einn skjá.

Ef þið vissuð ekki að það væri hægt að leyta að efni eftir tungumáli, þá er hægt að finna neðst í footer hlekk sem heitir "Audio and Subtitles" á vefsíðunni þeirra, en það er auðveldara að fara fyrst á prófíl síðuna, því annars er ómögulegt að komast niður að footer (það hleður alltaf meira efni í hvert sinn sem þú kemst á botninn).

Veit ekki til þess að það sé hægt að finna slíka leit á netflix app á smart TV

Barnaefni á netflix

Mér finnst merkilegt að það er ekki hægt að velja að setja barna svæðið á Íslensku eftir allan þennan tíma, það er hægt að velja dönsku, og kannski eitthvað samstarf við þá sem þýða svo margt barnaefnið. Það er svo sorglegt að mikið þýtt efni situr og safnar bara ryki í einhverjum gagna banka, því það er ekki lengur með leyfi til að sýna það, en af hverju ekki bara selja það til netflix svo það sé hægt að hafa meira Íslenskt barnaefni þarna inni?