We had a local devMEET going on for us Icelanders (icelandic post).
Þessi 'hittingur' gékk vel og margir mættu, þó ekki endilega allir sem lofuðu sér að mæta. Þetta verður örugglega að mjög reglulegu fyrirbæri, og er viss um að margir eru eftir að fíla þá hugmynd, því það er fínt að hitta annað fólk með svipuð áhugamál, þótt það væri aðeins til að teikna saman og deila hugmyndum.
Við vorum með bauk til að safna fyrir næstu áskrift fyrir hópinn, og komust strax hálfa leið með upphæðina, en eins árs áskrift fyrir svona hópa er tvöföld einstaklings áskrift, sem er um 3000kr. Þannig að takmarkið var ~6669 kr, og komust upp í 3700 kr. Endurnýja þarf áskriftina (sem gerir hópinn þægilegri í meðhöndlun og skemmtilegri) ár hvert í Desember. Jóla gjöf hópsins giska ég.
Ef þið eruð á deviantart, þá endilega kíkja við á okkur Icelandic Deviants þar. Og ef þið eruð ekki á þeirri síðu og vitið varla út á hvað hún gengur, þá er þetta lista-gallerí sem er alþjóðlegt eins og er, og mjög stór síða. Aðgangur að henni er alveg frír og notkun. Allt þetta sem ég var að tala um áskrift tengist smáatriðum, og hvernig maður getur stjórnað hvernig allt lítur út (sem er takmarkað sem óáskrifandi).
En þetta var alveg æðislegt, og verður líklegast jafn mikill partur af icelandic-deviants, og skissuþema Skapamjöðurs (kíkjið við á hópinn til að vita hvað það er).
~Leave a comment?