Ég hef verið að leika mér á "Second Life" eða "SL" undanfarið, og haft gaman af því, lært margt sem hægt er að gera þar, sérstaklega að byggja og skapa, því allt sem þar er að finna er búið til af fólki sem spilar leikinn. Það er nú varla hægt að segja að þetta sé leikur, því SLhefur ekkert markmið eins og flestir leikir gera, heldur er þetta heimur á netinu, það er til fólk sem vinnur tekjur sínar af því að selja vörur í þessum heimi, sérstaklega föt á fólkið sem er á skjánum. Það er ótrúlegt hvað fólk getur gert í þessum heimi á netinu.
En ég skemmti mér helst af því að vera blár dreki, að hjálpa vinum og ókunnugum að fóta sig á SL, að byggja, eða að rata um. Nýlega dett mér í hug að búa til íslenska lopapeysu handa "tinies" sem eru sérstaklega lítið fólk og dýr avatar, en "avatar" er hvað þú ert á þessari síðu, fólk sér avatar'ið þitt, eins og notendamyndirnar við þig á facebook eða öðrum bloggum.
Þótt að þessi "tiny" avatars eru lítil, eins og nafnið gefur til greina, eru þau yfirleitt kné-há á venjulegu fólki fyrst að allt á SL er talið í metrum vegna þess að metra kerfið er auðsjáanlega betra ;)
Ég var að labba um þennan heim og fann jólaköttinn á þaki einnar verslunnar, en hann hafði engan áhuga á mér, fyrst ég var komin með splunku nýja lopapeysu.
En eins og ég sagði, þá er aðal gamanið fyrir mig að byggja hluti og breyta. Til dæmis þá fann ég sex-fættan hund sem hægt var að sitja á eins og hestur, og ákvað að breyta honum til að líta út eins og einn karakter sem ég hef búið til fyrir löngu. Fjólublár átt-fættur dreki með fjögur augu og vængi. Mér tókst afskaplega vel. En það er talið vera ósniðugt að selja hluti og gefa sem eru "no-mod" eða óbreytanlegir.
Ef einhver hefur áhuga að prufa SL, þá er ég alltaf tilbúin að hjálpa fólki að fóta sig ;) notendanafnið mitt er MyraMidnight ef þið viljið finna mig í þessum öðrum heimi.