About me

Ég heiti Stefanía Reynis, fædd 1987 hér á Íslandi.

Móðir

Hef verið móðir síðan 2016, á núna tvo æðislega stráka. Það er óskaplega mikið ævintýri að vera foreldri, væri ekki frá því að þetta var eitt af þeim hlutverkum sem mér var alltaf ætlað, elska þessar dúllur.

Naggrísaunnadi

Fékk fyrstu naggrísina mína 2013 þegar kærastinn (núverandi eiginmaður) stakk upp á því, því hann vissi að ég hefði verið að rannsaka hvort hægt væri að eiga gælurottur hér á landi, og naggrísir virtust vera eins nálægt því sem maður gat haft hérna.

Fannst svo gaman af því að hafa naggrísi, jafnvel eiginmaðurinn sem var með eitthvað snertiofnæmi fyrir þeim féll fyrir þeim, mikil sorg þegar einhver í hjörðinni féll frá. Hjörðin var stærðst 5 grísir á tímabili, sem er einnig heildarfjöldi naggrísa sem ég hef nokkurntíman átt.

Hef því miður ekki verið með neina naggrísi síðan 2017, en það minnkar ekki áhugann á þeim. Setti upp íslenska síðu með upplýsingum um þessi yndilsegu gæludýr, og langar ennþá að gera hana betri.

Teiknari

Mér finnst mjög gaman að teikna dreka og aðrar furðuverur, er alveg ágæt í því.

Föndrari

Ég hef mjög gaman af því að föndra, hvort það séu perlur, sauma, eða jafnvel plasta inn bækur og búa til eitthvað handa börnunum.

Vefhönnuður

Um leið og ég uppgötvaði internetið og áttaði mig á því að ég gæti stjórnað útliti á ýmsu sem birtist þar einfaldlega með því að kunna CSS, þá var ég strax dottin inn í það áhugamál að gera síður og prófíla einstaka með þeirri kunnáttu. Fyrsta síðan mín var nú á geocities (náði að bjarga upprunalega kóða síðunnar, og ákvað að hýsa það að gamni mínu, sjá hvernig hlutir hafa nú breyst yfir tíðina).

Það var nú samt ekki fyrr en ég komst inn í Vefskólann (útskrifaðist 2019) að ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað sem mig langaði að vinna við. Þetta var 2ja ára nám á þeim tíma. Fór strax í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík að því loknu.

Hef einstakan áhuga á að setja saman upplýsingaveitur (wikis) og skipulagi á gögnum, hef nú þegar sett upp 3 mismunandi upplýsingaveitur sem eru ennþá notaðar innan ákveðinna hópa.